Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Maianthemum bifolium
Ættkvísl   Maianthemum
     
Nafn   bifolium
     
Höfundur   (L.) Schimidt
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skógartvíbleðla
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   5-20 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt. Jarðstönglar langir, grannir, greinóttir, myndar breiður. Lauf 3-8 x 2,5-5 sm, breiðegglaga, djúphjartalaga við grunninn með breiða skerðingu, ydd eða langydd, hærð á neðra borði, að minnsta kosti eru neðstu laufin með greinilegan legg.
     
Lýsing   Blómstöngull 5-20 sm hár. Blómklasi 1-5 sm með 8-20 blóm. Blómhlífarblöð 1-3 mm. Aldin 5-6 mm, fölgræn og doppótt fyrst en að lokum rauð.
     
Heimkynni   V Evrópa til Japans.
     
Jarðvegur   Lífefnaríkur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = 2, www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasvit/may-lily
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 2001 og gróðursett í brð 2004, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is