Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Gentiana acaulis
Ćttkvísl   Gentiana
     
Nafn   acaulis
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergvöndur
     
Ćtt   Maríuvandarćtt (Gentianaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól - hálfskuggi.
     
Blómlitur   Djúpblár međ grćnar doppur.
     
Blómgunartími   snemmsumars
     
Hćđ   10 sm
     
Vaxtarhrađi   Hćgvaxta.
     
 
Dvergvöndur
Vaxtarlag   Fjölćringur, allt ađ 10 sm hár, ţýfđur, skríđur lítillega međ ofanjarđarrenglum.
     
Lýsing   Lauf lensulaga til oddbaugótt, sjaldan öfugegglaga, ađ minnsta mosti 1,5 sinnum lengri en breiđ, jađrar ekki međ vörtutennur. Blóm stök á stöngulendum. Bikarflipar oftast < hálf lengd pípunnar, egglaga, niđurmjóir. Króna 5-6 sm, bjöllulaga, djúpblá međ margar, grćnar doppur í gininu, flipar yddir eđa bogadregnir og međ lítinn odd. Ginleppar styttri en krónufliparnir. Aldinhýđi legglaus.
     
Heimkynni   Fjöll í S og M Evrópu frá Spáni til Rúmeníu.
     
Jarđvegur   Vel framrćstur, rakaheldinn, frjór.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Auđfjölgađ međ skiptingu ađ vori eđa hausti, sáning ađ hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í kanta, í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Í E4 frá 1994. Duttlungafullur, stundum tregur til ađ blómstra, en ef hann gerir ţađ er hann óviđjafnanlega fallegur. NB! Ţrífst best í léttsúrum jarđvegi (ekki kalkríkum).
     
Yrki og undirteg.   Fjölmörg yrki í rćktun ađ minnsta kosti erlendis svo sem: 'Alba', sem er međ hvít blóm. 'Belvedere' er kraftmikiđ yrki sem myndar breiđur međ tímanum. Ţćr geta veriđ orđnar 1 m breiđar eftir 10 ár, blómviljug, blómin blá. 'Gedanensis' (Danzig) er međ stór blóm, 4,0-4,5 sm í ţvermál, skćr sćblá. 'Holzmannii' stönglar 10-12 sm, dökk himinblá blóm, 4,5-5 sm í ţvermál međ ólífugrćna bletti í gininu. 'Krumrey' er međ allt ađ 10 sm háa stöngla og dökkblá blóm. 'Rannoch' er dvergvaxiđ yrki, allt ađ 5 sm hátt, blómin djúpblá, dekkra gin. 'Trotter's Variety' ('Trotter's Form), ţetta yrki er líkt ađaltegundinni, blómviljug vor og haust. 'Undulifolia' efstu laufin eru bylgjuđ, blómviljugt yrki, blómin dökkblá, er stundum ađ finna undir G. clusii.
     
Útbreiđsla  
     
Dvergvöndur
Dvergvöndur
Dvergvöndur
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is