Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Filipendula palmata
Ættkvísl   Filipendula
     
Nafn   palmata
     
Höfundur   (Pall.) Maxim.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Pálmamjaðjurt
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   60-90 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Pálmamjaðjurt
Vaxtarlag   Allt að 100 sm há jurt.
     
Lýsing   Lauf með bleika dúnhæringu á neðra borði. Axlablöð hálf-hjartalaga, tennt, hliða-smáblöð 3-5 handskipt. Blómin hvít, smá, í endastæðum hálfsveip, bikarblöð breið, íhvolf, krónublöð oddbaugótt, frjóhnappar rauðir, stíll sver, fræni hnúðlaga. Aldin 5-8, upprétt, lensulaga, hliðflöt, fræ bandlaga.
     
Heimkynni   Japan til Kína, Mongólía, Síbería, Kamtsjatka.
     
Jarðvegur   Jafnrakur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróður, í beð, við tjarnir og læki.
     
Reynsla   Grunnt rótarkerfi, best í góðum raka og frjóum jarðvegi.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis yrki má nefna svo sem: 'Alba' er kröftug planta með hvít blóm, 'Rosea' er með bleik blóm, 'Rubra' er með dökkrauð blóm, 'Elegantissima' allt að 90 sm há jurt, með dökkbleik blóm, aldin með fræjum koparlit.
     
Útbreiðsla  
     
Pálmamjaðjurt
Pálmamjaðjurt
Pálmamjaðjurt
Pálmamjaðjurt
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is