Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Euphorbia epithymoides
Ættkvísl   Euphorbia
     
Nafn   epithymoides
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Gullmjólk
     
Ætt   Mjólkurjurtaætt (Euphorbiaceae).
     
Samheiti   Euphorbia polychroma A.Kern.
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Skærgul háblöð.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   30-50 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Gullmjólk
Vaxtarlag   Fjölær jurt, sem myndar fallegan hvelfdan brúsk, næstum hálfkúlulaga, allt að 60 sm háan.
     
Lýsing   Stönglar allt að 4, standa þétt ,kröftugir, dúnhærðir. Stöngullauf 55 x 2,75 sm, öfugegglaga til oddbaugótt-aflöng, dökkgræn, stundum með purpura slikju, snubbótt.
     
Heimkynni   M & SA Evrópa, L Asía.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur, magur-meðalfrjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning, stöngulgræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í beð, í blómaengi, í kanta, í hleðslur.
     
Reynsla   Harðgerð jurt, ein fallegasta mjólkurjurtin af þeim sem eru í ræktun. Myndirnar teknar í Grasagarði Reykjavíkur. Þrífst líka vel á Norðurlandi.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Gullmjólk
Gullmjólk
Gullmjólk
Gullmjólk
Gullmjólk
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is