Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Philadelphus pubescens
Ættkvísl   Philadelphus
     
Nafn   pubescens
     
Höfundur   Loisel
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Silfurkóróna
     
Ætt   Hindarblómaætt (Hydrangaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   - 5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 5 m hár. Börkur á ársgömlum greinum grár, fyrsta árs börkur flagnar ekki. Ársprotar hárlausir. Axlabrum hulin.
     
Lýsing   Lauf á blómstandi greinum 4-8 × 3-5,5 sm, egglaga, grunnur bogadreginn, laufin eru snögg odddregin, ógreinilega tennt eða heilrend, hárlaus ofan nema með gróf, stutt, stinn hár á æðastrengjunum og flókin, stinn hár á neðra borði. Blómin 5-11 í hverjum klasa, hvít, ilmlaus, um 3,5 sm í þvermál. Fræflar um 35 talsins. Diskur og stíll hárlaus. Fræin stór, með stuttan hala.
     
Heimkynni   SA Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, meðalfrjór, þurr eða rakur, vel framræstur. Sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Græðlingar, sveiggræðsla. sáning. Fræ þarf 1 mánaðar forkæling. Sáið í febrúar á bjartan stað í sólreit. Þegar smáplönturnar eru orðnar nógu stórar til að handfjatla þær eru þeim plantað hverri í sinn pott og hafðar í gróðurhúsi næsta vetur. Gróðursetjið þær á framtíðastaðinn næsta vor eða snemmsumars þegar frosthætta er liðin hjá. Sumargræðlingar, 7-10 sm langir, eru teknir af hliðagreinum í ágúst og settir í skyggðan sólreit. Gróðursetjið að vorinu. Flestir græðlinganna rætast. Vetrargræðlingar, 15-20 sm langir með hæl, eru teknir í desember (erlendis) og settir í skjólgott beð utan dyra. Margir þeirra rætast. Sveiggræðsla að sumrinu er mjög auðveld.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, sem stakstæður runni. Auðræktaður runni, þrífst í hvaða meðalfrjóum jarðvegi sem er. Þolir magran jarðveg. Lifir í hálfskugga en blómstrar miklu meira í miklu sólskini. Blómin ilma mjög mikið. Þolir allt að – 15°C. Runninn þolir vel snyrtingu. Það er hægt að klippa 3 hvern sprota niður við jörð árlega og hvetja þar með til vaxtar nýrra greina og meiri blómgunar.
     
Reynsla   Aðaltegundin er ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is