Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Viburnum mongolicum
Ættkvísl   Viburnum
     
Nafn   mongolicum
     
Höfundur   (Pall.) Rehder
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mongólarunni
     
Ætt   Geitblaðsætt (Caprifoliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulhvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   - 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni allt að 2 m hár. greinar útstæðar, stjarndúnhærðar, seinna grágular og hárlausar.
     
Lýsing   Lauf allt að 6 sm, breiðegglaga, oftast snubbótt, grunnur bogadreginn. Laufin grunntennt, þétt stjarndúnhærð neðan. Blómin í flötum, fáblóma, sveiplíkum skúf, allt að 4 sm í þvermal. Krónan pípulaga-bjöllulaga, allt að 7 mm, flipar stuttir, útstæðir. Eggleg hárlaus. Aldin oddvala, svört. Blómin eru tvíkynja (eru með karlkyns og kvenkyns líffæri) og eru frævuð af skordýrum. Plantan frjóvgar sig ekki sjálf.
     
Heimkynni   A Síbería.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn, meðalþungur. Sýrustig skiptir ekki máli. Þrífst best í rökum jarðvegi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar. Best er að sá fræinum um leið og það hefur þroskast. Spírunin getur verið hæg, getur tekið meira en 18 mánuði. Ef fræinu er safnað ‚grænu‘ (þegar það er þroskað en áður en það hefur trénað) og sáð strax í sólreit, fræið ætti að spíra strax næsta vor. Fræ sem hefur verið geymt þarf 2 mánað hitameðferð og síðan 3 mánaða kuldameðferð og svo getur það tekið 18 mánuði í viðbót að spíra. Plantið smáplöntunum hverri í sinn pott þegar þær eru orðnar nógu stór til að handfjatla þær og hafið síðan áfram í sólreit eða gróðurhúsi. Gróðursetjið þá á framtíðarstaðinn síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Sumargræðlingar eru settir í sólreit. Setjið þá hvern í sinn pott þegar þeir eru farnir að rætast og gróðursetjið þá síðla vors eða snemmsumars næsta ár. Græðlingar úr hálftrénuðum viði eru teknir 5-8 sm langir með hæl ef hægt er og eru settir í sólreit í júlí-ágúst. Setjið þá hvern og einn í sinn pott strax og þeir fara að rætast. Það getur verið erfitt að láta þessa græðlinga lifa veturinn af. Best er að hafa þá í gróðurhúsi eða sólreit fram á næsta vor áður en þeim er plantað út. Haust/vetrargræðlingar eru settir í sólreit. Þeir ættu að rætast snemma næsta vor. Setjið þá hvern og einn í sinn pott þegar þeir eru orðnir nógu stórir til að handfjatla þá og plantið þeim út að sumrinu ef þeir hafa vaxið nógu mikið, annars eru þeir hafðir í sólreit næsta vetur og síðan gróðursettir vorið þar á eftir. Sveiggræðsla ársprotum í júlí/ágúst. Tekur 15 mánuði.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð, sem stakstæður runni.Auðræktuð planta, sem þrífst í allskonar jarðvegi en þó síst í mögrum og mjög þurrum. Þrífst best í djúpum, frjóum jarðvegi í sól eða hálfskugga. Best er ef henni er skýlt fyrir sól snemma á morgnanna að vorinu. Plantan getur ekki frjóvgað sig sjálf, þarf að vaxa hjá plöntum sem eru erfðafræðilega ólíkar henni til að geta myndað aldin og frjó fræ. Þessi tegund er náskyld V. dilatatum.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1990 og gróðursett í beð 2000, kelur lítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is