Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Crataegus columbiana
Ættkvísl   Crataegus
     
Nafn   columbiana
     
Höfundur   Howell
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Heiðaþyrnir
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Bleikhvítur
     
Blómgunartími   Vor
     
Hæð   3-5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi lítið tré eða stór runni. Þyrnar grófir, 2,5-5 sm.
     
Lýsing   Lauf óskipt, 2,5-5 sm, öfugegglaga, grunnur fleyglaga, jaðrar með 5-9 sagtennta flipa, laufin ögn dúnhærð. Blóm fjölmörg í næstum hárlausum hálfsveipum, ljósbleikhvít. Aldin rauð eða purpuralit. Þessi tegund er náskyld C. douglasii.
     
Heimkynni   V N-Ameríka (Breska Kólumbía til Kaliforníu).
     
Jarðvegur   Sendinn jarðvegur eða leirkenndur, helst rakur eða blautur, sýrustig skiptir ekki máli, getur þolað þurrk.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z5
     
Heimildir   1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Haustsáning.
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré eða runnar, í þyrpingar, í raðir. Þolir hvassviðri en ekki saltsteink frá hafi. Getur þolað loftmengun.
     
Reynsla   Aðaltegundin er ekki til í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is