Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Lewisia cotyledon v. howellii
Ættkvísl   Lewisia
     
Nafn   cotyledon
     
Höfundur   (S. Watson) Robinson
     
Ssp./var   v. howellii
     
Höfundur undirteg.   (S. Watson) Jeps.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Stjörnublaðka
     
Ætt   Grýtuætt (Portulacaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígræn, fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikpurpura með fölar og dökkar rákir.
     
Blómgunartími   Maí-Júlí.
     
Hæð   - 30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Sígrænn fjölæringur, allt að 30 sm hár í blóma, með lauf sem mynda þétta, flata, sammiðja hvirfingu, sem er allt að 30 sm í þvermál.
     
Lýsing   Jaðrar laufa eru mjög hrokknir eða bylgjaðir. Krónublöð 12-15 mm.
     
Heimkynni   NV Kalifornía, SV Oregon.
     
Jarðvegur   Léttur,sendinn, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   1
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í hlaðna grjótveggi.
     
Reynsla   Þrífst vel í Lystigarðinum, ber falleg blóm og sáir sér dálítið.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR. Náttúrulegir vaxtarstaðir: Klettasprungur, og grýttir staðir í 150-400 m h.y.s.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is