Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Daphne mezereum
Ćttkvísl   Daphne
     
Nafn   mezereum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Töfrasproti (töfratré)
     
Ćtt   Týsblómaćtt (Thymelaeaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Smávaxinn, lauffellandi runni
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi
     
Blómlitur   Lilla-bleikur til fjólublárauđur
     
Blómgunartími   Apríl-maí (rétt fyrir laufgun)
     
Hćđ   0.6-1,2 m (-1.5 m)
     
Vaxtarhrađi   Međal
     
 
Töfrasproti (töfratré)
Vaxtarlag   Greinar fáar, oftast ekki greinóttar, vaxa um ţađ bil jafnt upp frá stuttum stofni, sveigjanlegar, grábrúnar. Ungir sprotar oft dúnhćrđir en verđa hárlausir međ aldrinum.
     
Lýsing   Lauf 3-8 sm, rađast í gorm á sprotanum, koma oftast ađ blómgun lokinni, legglaus eđa međ mjög stuttan legg, öfuglensulaga, endar snubbóttir eđa yddir, laufin mjókka ađ grunni, dúnhćrđ og randhćrđ í fyrstu, verđa hárlaus međ aldrinum, mjúk grágrćn einkum á neđra borđi. Blómin legglaus, ilmandi í ţéttblóma hliđaklösum, 2-4 saman á fyrra árs viđi. Bikar lilla-bleikur til fjólublárauđur, stöku sinnum hvítur. Pípan 5-6 mm, dúnhćrđ á ytra borđi, flipar allt ađ 5 × 6 mm, egglaga, snubbóttir. Aldin skćrrauđ, koll-laga, á lauflausum, kjötkenndum, nćstum hnöttóttum, mjög eitruđum hluta greinanna neđan viđ laufin. ATHUGIĐ: Allir hlutar plöntunnar eru mjög eitrađir. Ef safi plontunnar kemst í snertingu viđ húđ getur hann valdiđ exemi hjá sumum. Líkar illa öll rótarröskun og ţađ ćtti ađ planta henni á framtíđarstađinn eins fljótt og hćgt er. Líkar heldur ekki ađ vera klippt og ţví ćtti ekki ađ snyrta hana nema af brýnni nauđsyn.
     
Heimkynni   Evrópa, Síbería (vex villt norđur ađ 66°N í Noregi og SvíŢjóđ).
     
Jarđvegur   Međalleirkenndur og mikiđ leirblandinn jarđvegur er hentugur. Hentugt pH er súrt, hlutlaust eđa basískt. Getur vaxiđ í hálfskugga, helst ţar sem jarđvegur er rakur
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Haustsáning, sumargrćđlingar
     
Notkun/nytjar   Stakstćđ, í framrćst beđ, í ţyrpingar, í jađra. Góđ planta handa býflugum, sem framleiđir hunang mjög snemma árs. Blómin eru međ ljúfan, sćtan ilm. Ţađ má fá grćnbrúnan lit úr laufi, aldinum og berki.
     
Reynsla   Í Lystigarđinum eru til tvćr plöntur komnar úr gróđrarstöđ og gróđursettar 1979. einnig eru til ţrjár plöntur sem voru gefnar í garđinn 1991 og gróđursettat í beđ 1990 og 1991. Auk ţess er til ein planta sem gróđursett var í beđ 2000, sú er sjálfsáin í Lystigarđinum. Allar ţrífast vel. Harđgerđ tegund og hefur veriđ lengi í rćktun í Lystigarđinum, blómgast og ţroskar aldin árlega, sáir sér.
     
Yrki og undirteg.   Daphne mezereum f. alba (West) Schelle - er í sáningu. Daphne mezereum 'Bowle's White' er rćktunarafbrigđi međ hvítum blómum (ekki í Lystigarđinum).
     
Útbreiđsla  
     
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Töfrasproti (töfratré)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is