Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Potentilla ‘William Rollison’
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘William Rollison’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Rósamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Potentilla × hybrida ‘William Rollison’
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Skær- og djúp-appelsínugulur með skarlatsrauðri slikju.
     
Blómgunartími   Júní-ágúst.
     
Hæð   - 40 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði.
     
 
Vaxtarlag   Þýfður fjölæringur.
     
Lýsing   Fjölæringur, 30-40 sm hár og 35-45 sm breiður. Laufið þrífingrað eins og á jarðarberjaplöntu, djúpgræn. Blómin nokkur saman á blómstönglinum, hálffyllt, krónublöðin skær- og djúp-appelsíugul með skarlatsrauðri slikju og gul á bakhliðinni, með gula miðju.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Mjölsveppur er stundum til vandræða.
     
Harka   3
     
Heimildir   1, http://www.chipchaseplants.co.uk, http://www.perennials.com, http://www.prime-perennials.co.uk
     
Fjölgun   Skipting.
     
Notkun/nytjar   Í beð, steinhæðir, kanta. Klippið burt fölnuð blóm því þá eru meiri möguleikar að plantan beri fleiri blóm. Það er hægt að klippa plöntuna niður að blómgun lokinni svo að nýtt lauf vaxi. Það er hægt að skipta plöntunni snemma vors eða á haustin. Falleg að hafa með grænu grasi. Í ker, í beðkanta, til afskurðar. Klippið alveg niður að vorinu.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta frá því fyrir 1982, harðgerð, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is