Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Potentilla fruticosa 'Glenroy Pinkie'
Ættkvísl   Potentilla
     
Nafn   fruticosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Glenroy Pinkie'
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Runnamura
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól til hálfskuggi.
     
Blómlitur   Fölbleikur.
     
Blómgunartími   Júlí og fram á haust.
     
Hæð   60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttur, marggreindur, útbreiddur, lauffellandi runni allt að 60 sm hár og álíka breiður.
     
Lýsing   Lauf fjöðruð, græn og blóm skállaga mjög fölbleik, 2,5 sm breið sem standa frá sumri og fram á haust. Runninn getur orðið allt að 1 m hár og álíka breiður á 5-10 árum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Sendinn, kalkborinn eða leirkenndur, rakur og vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Laus við meindýr og sjúkdóma.
     
Harka   H4
     
Heimildir   http://apps.rhs.org.uk
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, 7,5 sm langir græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Getur þrifist móti suðri, norðri, vestri eða austri, í skjóli eða ekki í skjóli. Auðræktaður í rökum jarðvegi, en blómin fölna fyrr í fullri sól og endast lengur í rökum jarðvegi. --- Gróðursett á árbakkar, í brekkur, í borgargarða, með ströndum fram, í húsagarða, í blómabeð og í kanta, sem þekju planta eða í potta og ker. Þarf litla umhirðu, þegar runninn hefur fest rætur. Ef snyrtingar er þörf er best að gera það síðla vors.
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is