Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.
Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
|
Ættkvísl |
|
Berberis |
|
|
|
Nafn |
|
verruculosa |
|
|
|
Höfundur |
|
Hemsl. & Wils. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Vetrarbroddur |
|
|
|
Ætt |
|
Mítursætt (Berberidaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Sígrænn runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Gullgulur |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júní-júlí |
|
|
|
Hæð |
|
- 1,5 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þyrnóttur, sígrænn runni með bogsveigðar greinar. |
|
|
|
Lýsing |
|
Sígrænn runni allt að 1,5 m hár, vex hægt. Greinar bogsveigðar, gulbrúnar, dúnhærðar, þétt-vörtóttar. Þyrnar grannir. Lauf allt að 2×1 sm, öfugegglaga-oddbaugótt, ydd, með fáar fínar sagtennur, dökk glansandi græn ofan, gráhrímug og nöbbótt neðan. Blóm stök eða 2 saman, gullgul, krónublöð hvass-framjöðruð. Aldin allt að 1 sm, egglaga eða perulaga, purpurasvört, blágráleit. Enginn stíll. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Kína (V Sichuan). |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
|
|
|
|
Harka |
|
Z5 |
|
|
|
Heimildir |
|
1 |
|
|
|
Fjölgun |
|
Haustsáning, sumargræðlingar. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæðir, í blönduð beð, í raðir. |
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2000 og gróðursett í beð 2004. Miskalinn (0,5-3,5) milli ára. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|