Jón Thoroddsen - Barmahlíð

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Spiraea tomentosa
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   tomentosa
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hærukvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rósbleikur til purpurableikur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   - 1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt að 1,5 m hár, dreifir sér með neðanjarðarrenglum og myndar með því þykkni. Sprotar uppréttir, smágreinar kantaðar, brún-lóhærð þegar þau eru ung.
     
Lýsing   Lauf allt að 7,5×4 sm, egglaga, gróf og óreglulega sagtennt næstum alveg að grunni, dökkgræn og næstum hárlaus ofan, gulgrá lóhærð neðan. Blómin rósbleik til purpurableik í uppréttum endastæðum, pýramídalaga skúf, sem er 18×6,5 sm. Eggleg ullhærð.
     
Heimkynni   N & M Evrópa, A Bandaríkin.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur til rakur jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   3
     
Heimildir   = 1, http://www.naturallandscapenursery.com
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í beð, í óklippt limgerði og víðar. Mætti nota meira í ræktun. Brúnar blómskipanirnar með fræjunum eru eftirsóknarvert skraut að hafa allan veturinn. Hærukvisturinn er greindur frá dögglingskvisti (S. douglasii) á ryðbrúnni lóhæringu á smágreinum, meira tenntum laufum og ullhærðu en ekki hárlausu egglegi.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur, sem sáð var til 2006 og gróðursettar í beð 2010 og ein sem sáð var til 2007, er enn í sólreit.
     
Yrki og undirteg.   ‘Alba’ er með hvít blóm.
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is