Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia
Ættkvísl   Spiraea
     
Nafn   chamaedryfolia
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var   v. ulmifolia
     
Höfundur undirteg.   (Scop.) Maxim.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bjarkeyjarkvistur
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól, nokkur skuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Sumar.
     
Hæð   >2,2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi, uppréttur runni, oftast hærri en aðaltegundin, greinarnar grófari og uppréttari.
     
Lýsing   Laufin eru oddbaugótt, efstu tveir þriðju hlutar þeirra eru grófsagtenntir og þau eru heilrend neðst. Blómin eru 13 mm í þvermál, hvít, í lengri klösum en aðaltegundin. Blómskipunin er allt að 5 sm löng. Líkur skógarkvisti (S. miyabei Koidz.), sem er frábrugðinn Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia, meðal annars að því leyti að vera með samsetta hálfsveipi.
     
Heimkynni   Evrópa.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð runnabeð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 1992, gróðursettar í beð 1994, vaxa vel, engin blóm 2011.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Spiraea chamaedryfolia v. ulmifolia Maxim. er talin vera samnefni Spiraea chamaedryfolia L. af sumum höfundum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is