Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Ribes nigrum ‘Storklas’
Ættkvísl   Ribes
     
Nafn   nigrum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   ‘Storklas’
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sólber
     
Ætt   Garðaberjaætt (Grossulariaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Grænn á ytra borði, rauðhvítur á því innra.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   1,5 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   'Storklas' ('Stor Klas') er sænskt yrki og kynbætt yrki af yrkinu ‘Öjebyn’. Lauffellandi runni, 1,5 m hár og 2-3 m breiður, meðalkröftugur, uppréttur en greinarnar fara að slúta þegar berin þroskast.
     
Lýsing   Ber gnótt af berjum. Berin eru stór, bragðgóð, dálítið súr og með þykkt hýði. Þau þroskast seint en samtímis. &
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Hefur mótstöðuafl gegn mjölsvepp.
     
Harka   5
     
Heimildir   http://www.lbhi.is, http://www.sveplantinfo.se
     
Fjölgun   Síðsumar- og/eða vetrargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Berin afbragðs góð í saft og sultu og til frystingar
     
Reynsla   Ekki í Lystigarðinum. Góð reynsla á höfuðborgarsvæðinu.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is