Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Picea purpurea
Ættkvísl   Picea
     
Nafn   purpurea
     
Höfundur   Mast.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Purpuragreni
     
Ætt   Þallarætt (Pinaceae).
     
Samheiti   P. likiangensis (Franch.) Pritz v. purpurea (Mast.) Dallim. et Jacks
     
Lífsform   Sígrænt tré.
     
Kjörlendi   Sól eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Kk reklar gulir, kvk reklar rauðir.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hæð   Allt að 30 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Tré allt að 30 m hátt í heimkynnum sínum. Börkur með þunnt hreistur. Greinar grófar, láréttar, útbreiddar.
     
Lýsing   Brum egglaga, ydd, dökkbrún, kvoðug. Ársprotar gulgráir, ungir með þétta, brúngula hæringu. Barrnálar sem eru ofan á greininni vita fram á við og eru þétt aðlægar, hliðarbarr veit nokkuð upp á við, 8-12 mm langt, 1 mm breitt, snubbótt, mjög þéttstætt, með kjöl, grágrænt, á efri hlið án loftaugaraða eða með 1-2 ógreinilegar en á neðri hliðinni með 2-3 loftaugaraðir. Könglar sívalir, 4-6 sm langir, ungir purpurafjólubláir, fullþroska brúnir. Köngulhreistur lang-tígullaga.
     
Heimkynni   V Kína.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór, djúpur, léttsúr.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   7, Roloff/Bärtels 1996: Gehölze
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstætt tré, í raðir, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til eitt tré sem sáð var til 1983, gróðursett í beð 1992. Ekkert kal, þrífst vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is