Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Cotoneaster dielsianus
Ættkvísl   Cotoneaster
     
Nafn   dielsianus
     
Höfundur   Pritz. ex Diels.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bogamispill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Hálfsígrænn runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Bleikur
     
Blómgunartími   Snemmsumars
     
Hæð   1-2 m (-3 m)
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Hálfsígrænn fínlegur runni með strjálar greinar. Ungar greinar gul- eða grændúnhærðar, greinar uppréttar, bogformaðar-hangandi, með fölbrúna lóhæringu.
     
Lýsing   Lauf 2,3 × 1,3 sm, bogadregin-oddbaugótt, egglaga til öfugegglaga, leðurkennd, með gulgrá lóhæringu á neðra borði. Blómin bleik, 3-7 í knippi, bikarblöð hvassydd, krónublöð upprétt. Aldin hálfhnöttótt, blóðrauð til ribsberjarauð, kjarnar/fræ 2-5.
     
Heimkynni   Kína
     
Jarðvegur   Vel framræstur, frjór jarðvegur, sýrustig skiptir ekki máli.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, haustsáning, græðlingar með hæl síðsumars.
     
Notkun/nytjar   Sem stakstæður runni, í þyrpingar, í beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 2001 og gróðursett í beð 2004, þrífst vel, og önnur sem sað var til 2006 og er enn í sólreit. Meðalharðgerður, ekki mikið ræktaður hérlendis. Lítt reyndur í garðinum en er í uppeldi.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is