Jón Helgason - Úr ljóðinu Áfangar
Séð hef ég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og ljós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Rhododendron calostrotum
Ættkvísl   Rhododendron
     
Nafn   calostrotum
     
Höfundur   Balf. & Kingdon-Ward.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þekjuróslyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrænn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Rauðrófupurpura.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hæð   5-150 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Jarðlægur, uppréttur runni eða breiða, 5-150 sm hár.
     
Lýsing   Ungir sprotar með hreistur, broddhár aðeins í fyrstu og þá fremur fá. Lauf 1-3,3 sm, aflöng egglaga til næstum kringlótt efra borð yfirleitt með langæ, þurr hreistur, jaðrar með þornhár. Neðra borð með þétt hreistur sem skarast, í 3-4 röðum, þær efstu með legg og bollalaga kanta. Klasar 1-5 blóma. Bikarflipar egglaga til aflangir, oft misstórir, með mismunandi hreistri og hæringu á ytra borði, jaðrar með þornhár, innra borð smá dúnhærð. Króna 1,8-2,8 sm, rauðrófupurpura, sjaldnar bleik eða purpuralit oft með dekkri doppur á efri flipunum, með hár eða dálítið hreistur á ytra borði. Eggleg hárlaust en með hreistur. Fræhýði 6-9 mm með hreistur.
     
Heimkynni   NA Indland, N Burma, V Kína.
     
Jarðvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeð þar sem birta er síuð til dæmis gegnum krónur trjáa.
     
Reynsla  
     
Yrki og undirteg.   ‘Gigha’. Þéttvaxið, blómviljugt kvæmi, með bleikrauð blóm. ---- ‘Rock’s form. Blómin stór, blápurpura. Laufið með purpuraslikju. ---- ssp. calostrotum. Lauf 1,2-2,2 × 0,7-2 sm, hreistur á efra borði langæ, snubbótt, hreistur á neðra borði greinilega í 3-4 röðum. Blóm 1-2 í hverjum klasa, leggir 1,6-2,7 sm. N Burma, V Kína. ---- ssp. riparium (Kingdon-Ward.) Cullen. Er eins og ssp. calostrotum nema blómin eru 2-3 í hverjum klasa og blómleggir 1-1,5 sm langir. NA Indland, NA Burma, V Kína. ---- Rhododendron calostrotum Balf. & Kingdon-Ward. ssp. keleticum (Balf. & Forr.) CullenSamnefni: Rhododendron keleticum Balf. & Forr. Jarðlægur smárunni. Lauf 2-9 mm breið, ydd, ekki með hreistur og glansandi dökkgræn á efra borði. NA Burma, V Kína. ---- Síðastnefnda undirtegundin er háfjallaafbrigði og er líklega ræktað víðast af þessum undirtegundum, sum afbrigði hennar eru alveg jarðlæg og það eru þær plöntur sem nefndar eru R. radicans, ein þessara er foreldri R. ‘Radmosum’(× R. racemosum).
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is