Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Vaccinium caespitosum
Ættkvísl   Vaccinium
     
Nafn   caespitosum
     
Höfundur   Michx.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þúfubláber
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Vaccinium arbuscula (A. Gray) Merriam; V. caespitosum var. arbuscula A. Gray; V. caespitosum var. paludicola (Camp) Hultén; V. geminiflorum Kunth; V. nivictum Camp; V. paludicola Camp .
     
Lífsform   Lágvaxinn runni.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður og hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími  
     
Hæð   10-25(-60) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Lauffellandi runni sem breiðist fljótt út, þéttgreindur, 10-25(-60) sm hár, sprotar hárlausir, sívalir til dálítið kantaðir, fín-dúnhærðir, sjaldan hárlausir.
     
Lýsing   Lauf 1,5-3,5 sm, laufblöðkurnar grænar, oftast öfuglensulaga stundum öfugegglaga eða mjóoddbaugótt, heilrend til fín-sagtennt frá oddi að miðju, hárlaus. Blómin stök í öxlum grunnlaufa, álút. Bikar með bylgjótta jaðra, króna egglaga-krukkulaga, 5 mm, bleik til næstum hvít, flipar 5, litlir, oftast uppréttir. Frjóþræðir hárlausir. Berin hnöttótt, 6 mm, blásvört, döggvuð, með sætt bragð.
     
Heimkynni   V Norður-Ameríka.
     
Jarðvegur   Súr jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   1, http://bolt.lakeheadu.ca http://www.em.ca http://www.backyardgardener.com
     
Fjölgun   Með fræi.
     
Notkun/nytjar   Í beð undir trjám.
     
Reynsla   Plöntunum var sáð 1991 og þær gróðursettar í beð 2001. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blóm stöku ár.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRA UPPLÝSINGAR: Vex í skógum (einkum furuskógi) eða skóglausum brekkum, í súrum jarðvegi.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is