Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Pieris floribunda
Ættkvísl   Pieris
     
Nafn   floribunda
     
Höfundur   (Pursh. ex Sims.) Benth. & Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Blómsturlyng
     
Ætt   Lyngætt (Ericaceae).
     
Samheiti   Andromeda floribunda Pursh. ex Sims.
     
Lífsform   Runni.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður eða hálfskuggi.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Maí.
     
Hæð   Allt að 2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Blómsturlyng
Vaxtarlag   Uppréttur runni, allt að 2 m hár.
     
Lýsing   Börkur grár til grábrúnn. Greinar sívalar eða dálítið kantaðar, með strjála eða þétta dúnhæringu og með stinn, löng hár. Lauf 30-80 × 10-28 sm, stakstæð, oddbaugótt til egglaga, jaðrar sagtenntir og randhærðir, laufin hvassydd í endann, grunnur bogadreginn til breiðfleyglaga, lauf mattgræn ofan, lítið eitt kirtilhærð bæði ofan og neðan. Laufleggur 4-11 mm. Blómin í þéttum, endastæðum skúf, 5-10 sm löngum, blómleggir 2-4,5 mm, þéttdúnhærðir og með strjál kirtilhár, stoðblöð 2-9 mm, forblöð 0,9-2,3 mm, bandlaga til mjó-tígullaga, bikar móhvítur, flipar egglaga. Króna 4-7 × 3-5,5 mm, bikarlaga, hvít. Frjóþræðir 2-3 mm langir. Aldin 4-6 × 4-6 mm, hálfhnöttótt til egglaga með 2 ógreinilega vængi.
     
Heimkynni   SA Bandaríki N-Ameríku.
     
Jarðvegur   Súr jarðvegur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   1, http://www.sunnygardens.com, http://www.backyardgardener.com, http://davesgarden.com
     
Fjölgun   Fjölgað með fræi eða með sumargræðlingum.
     
Notkun/nytjar   Í sírök beð undir trjám, í ker og kassa. Þrífst best i súrum jarðvegi, bæði í beðum og kerum, þolir súrari jarðveg en flestar tegundir af lyngættinni. Vökvun í meðallagi, vökvið reglulega, ofvökvið ekki. Hlutar plöntunnar eru eitraðar, ætti ekki að borða.
     
Reynsla   Plöntunum var sáð í Lystigarðinum 1989 og 1991, þær voru gróðursettar í beð 2001. Vetrarskýling 2001-2007. Yfirleitt ekkert eða lítið kal gegnum árin, blóm af og til. Plönturnar frá 1989 drápust vorið 2010.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Blómsturlyng
Blómsturlyng
Blómsturlyng
Blómsturlyng
Blómsturlyng
Blómsturlyng
Blómsturlyng
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is