Vorið góða, grænt og hlýtt (Heinrich Heine, þýðing)
Vorið góða, grænt og hlýtt,
græðir fjör um dalinn,
allt er nú sem orðið nýtt,
ærnar, kýr og smalinn.

Kveður í runni, kvakar í mó
kvikur þrastasöngur;
eins mig fýsir alltaf þó:
aftur að fara í göngur.
Lilium pomponium
Ættkvísl   Lilium
     
Nafn   pomponium
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skartlilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölæringur og laukplanta.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður.
     
Blómlitur   Skær skarlatsrauður með svartar doppur.
     
Blómgunartími   Síðsumars.
     
Hæð   Allt að 1 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Uppréttir, laufóttir stönglar.
     
Lýsing   Stönglar allt að 1 m með purpuralitar doppur við grunninn. Laukar sammiðja, 6,5 sm breið, hreistur hvít, gul ef birtan skín á þau, egglensulaga, ydd, Lauf allt að 12,5×2 sm, fjölmörg þétt saman, bandlaga silfur-randhærð, Blóm eru trektlaga eða bjöllulaga úr 6 útstæðum blómhlífarblöðum, allt að 6, drúpandi, túrbanlaga, 5 sm breið, í klasa, illa lyktandi, blómleggir langir. Blómhlífarblöð baksveigð, skær skarlatsrauð, með svartar doppur við grunninn á innra borði purpuragræn við grunninn á ytra borði. Frjó appelsínurauð. Aldin 4×2 sm.
     
Heimkynni   Evrópa (Maritime Alps).
     
Jarðvegur   Frjór og vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   1, http://www.rainyside.com, http://www.backyardgardener.com
     
Fjölgun   Með fræi.
     
Notkun/nytjar   Falleg planta að gróðursetja innan um runna eða í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Var sáð í Lystigarðinum 2002 og flutt út í beð 2005, blómstraði í júlí-ágúst 2010 og þroskaði fræ. Þrífst vel, er um 1,80 m há.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is