Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Narcissus 'Mary Copeland'
Ćttkvísl   Narcissus
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Mary Copeland'
     
Höf.   William F.M. Copeland, pre 1913, England.
     
Íslenskt nafn   Skírdagslilja
     
Ćtt   Páskaliljućtt (Amaryllidaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Laukur, fjölćr.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Skjannahvítur, hjákróna appelsínugul.
     
Blómgunartími   Maí-júní.
     
Hćđ   30-68 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skírdagslilja
Vaxtarlag  
     
Lýsing   Blómin 9,5-10 sm í ţvermál. Blómhlíf og ađrir blómhlífarhlutar breiđ-egglaga, snubbótt, dálítiđ ţverstýfđ, skjannahvít međ brennisteinsgulan grunn, skarast. Ytri blómhlífarblöđin útstćđ eđa ögn innsveigđ, broddydd, innri blómhlífarblöđin er um ţađ bil jafnlöng og ţau ytri er ekki eins áberandi broddydd, ögn innsveigđ, jađrar innundnir, ţrír hvítir flipar í miđjunni eru mjög mikiđ innsveigđir, jađra djúpt innundnir. Hjákrónuhlutar eru mjög stuttir, sumir innan um blómhlífarflipana, sumir í ţyrpingu í miđjunni, nćstum samfelldir, appelsínugulir, međ breiđa slikju af skarlatsrauđu-appelsínugulu bandi, kögrađ. Ilmandi.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarđvegur   Léttur, lífefnaríkur, frjór, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   daffseek.org/query/query-detail.php?value1=Mary%20Copland&lastpage=1
     
Fjölgun   Hliđarlaukar.
     
Notkun/nytjar   Í beđ, undir tré og runna, í ker og víđar.
     
Reynsla   Plantan er ekki til í Lystigarđinum. Myndir eru af plöntum í Grasagarđi Reykjavíkur.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Skírdagslilja
Skírdagslilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is