Málsháttur
Oft vex laukur af litlu.
Rosa bella
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   bella
     
Höfundur   Rehd. & Wils.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagurrós
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   - 250 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Villirós. Þyrnar beinir, fremur fáir. Axlablöð breið. Runninn er allt að 250 sm hár með purpuragrænar greinar. Fagurrósin er náskyld R. moyesii, en stilkarnir eru þornhærðir. Smáblöðin smærri, blómin bleik.
     
Lýsing   Smáblöð 7-9, 1-2,5 sm löng, oddbaugótt, bláleit, hárlaus, miðæðastrengurinn kirtilhærður á neðra borði, amálaufin einsagtennt. Lotublómstrandi. Blómin 1-3, einföld, bleik, ilma, 4-5 sm breið. Krónublöð öfughjartalaga. Blómleggir og nýpur kirtilhærðar. Nýpur miðlungi stórar, 1,5-2,5 sm, sporvala-egglaga, appelsínurauðar, jafnlangar og blómleggirnir.
     
Heimkynni   NV-Kína.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, meðalrakur, vel framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z6
     
Heimildir   1, 2, en.hortipedia.com/wiki/Rosa-bella, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í beð sem skrautrunni, ilmar mikið. Þolir allt að - 23°C.
     
Reynsla   Engin reynsla er af fagurrósinni í Lystigarðinum. Hefur að vísu verið sáð en ekki spírað. (2009).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is