Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Rosa 'Aloha'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Aloha'
     
Höf.   (Boerner 1949) USA
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Rósbleikur.
     
Blómgunartími   Ágúst september.
     
Hæð   1-2 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Þetta er klifurrós og grúppurós, tehybrid, sem er með eldri klifurrósunum, tilkomumikil, allt að 1 m há, síblómstrandi með sterkan terósailm, - sumir segja ilm af grænum eplum.
     
Lýsing   Foreldrar: 'Mercedes Gallart' x 'New Dawn'. 'Aloha' er með stærri blóm og dýpri lit en önnur formóðir hennar þ.e. 'New Dawn'. 'Aloha' er hægt að nota hvort heldur sem er á grindur eða sem runnarós með viðeigandi klippingu. Greinarnar eru miðlungi kröftugar, blómgunin mikil, blómin stór, stök eins og á terós. Blómin eru þéttfyllt, í tveim bleikum tónum, rósbleik með dekkri bakhlið krónublaða. Knúbbarnir eru egglaga, fremur smáir, blómin eru stór, þéttfyllt. Glansandi lauf og hóflegur vöxtur gerir hana góða súlurós eða jafnvel stóran runna.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Edinger, Philip & al. ed. 1981: How to grow roses – A Sunset Book Lane Publishing Co. – Menlo Park, California, Nicolaisen, A. 1975: Rosernas Bog - København, http://www.rose-roses.com/rosepages, http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.rhs.org.uk/Plants/91887/Rosa-Aloha-%28CIHT%29/Details
     
Fjölgun   Vetrargræðlingar, brumágræðsla að sumri.
     
Notkun/nytjar   Rosa 'Aloha' er formóðir eða meðal formæðra margra góðra rós. Sögð þola fremur magra jörð erlendis og þrífast þokkalega þó hún sé ekki í fullri sól. Þarf stuðning vegna þess hve blómin eru þung.
     
Reynsla   Rosa 'Aloha' er ekki til í Lystigarðinum 2010, en var reynd einu sinni, lifði ekki fyrsta veturinn af 1992-1993.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is