Í morgunsárið - Ragna Sigurðardóttir
Í morgunsárið greiðir hún sér með trékambi. Hægt með föstum
strokum. Vöxturinn er svo mikill að hana kitlar í svörðinn. Hún
strýkur hendinni yfir gróðurinn. Finnur blóm springa út undir
fingurgómunum. Sóleyjar og baldursbrár. Hún leggur kambinn frá
sér. Fer út í garðinn og krýpur. Kippir upp kartöflugrösum. Rótar og
grefur með berum höndum. Djúpt ofan í moldinni finnur hún sætar og
safaríkar appelsínur.
Betula lenta
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   lenta
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sætbjörk
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti   B. carpinifolia.
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Apríl-maí
     
Hæð   10-15 m (-25 m)
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta
     
 
Vaxtarlag   Tré, allt að 25 m hátt í heimkynnum sínum, upprétt, mjóslegin og regluleg í vextinum, litur á berki minnir á lit kirsuberja, dökkrauðbrúnn til næstum svartur þegar hann er fullþroskaður, djúprákóttur en flagnar ekki, brúnn með purpura slikju meðan hann er ungur, ilmandi, sætur. Ársprotar silkidúnhærðir meðan þeir eru ungir, seinna hárlausir.
     
Lýsing   Lauf 6-12 sm, egglaga-aflöng, hvass tvísagtennt, hjartalaga við grunninn, hvassydd til langydd, dökk glansandi græn ofan, ljósari neðan, gullgul að haustinu, silkidúnhærð neðan meðan þau eru ung, æðastrengir í 9-12 pörum, laufleggir 0,5-2,5 sm, hærðir. Karlreklar 5-8 sm. Þroskaðir kvenreklar 2-3,5×1 sm, uppréttir, aflangir-egglaga, næstum legglausir, reklahreistur með breiðari hliðaflipa en miðflipann, hárlaus. Smáhnotir 2×1,5 mm, egglaga, með mjóan væng. Blandast auðveldlega öðrum tegundum af ættkvíslinni (Betula).
     
Heimkynni   Austur N-Ameríka.
     
Jarðvegur   Léttur, sendninn jarðvegur og meðalþungur, frjór, helst vel framræstur og getur vaxið í þungum jarðvegi og mögrum jarðvegi, sýrustig skiptir ekki máli, en getur vaxið í mjög súrum jarðvegi.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z3
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar
     
Notkun/nytjar   Stakstætt tré, í þyrpingar. Auðræktuð planta, sem þrífst vel í vel framræstum, leirkenndum jarðvegi á skjólgóðum stöðum. Vex í þungum leirjarðvegi, en alls ekki í blautum. Skuggþolin. Sætbjörkin er talið þola um 60 til 150 mm ársúrkomu og meðalárshita 5-12°C.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2001, kelur ögn.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is