Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Heracleum roseum
Ættkvísl   Heracleum
     
Nafn   roseum
     
Höfundur   Steven
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Roðahvönn
     
Ætt   Sveipjurtaætt (Apiaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur til bleikur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   30-45 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Roðahvönn
Vaxtarlag   Öll laufin egglaga-lensulaga, flipar sagtennir, sveipir með geislum. Rótin löng stólparót. Stöngullinn uppréttur 30-45 sm hár, kantaður, gáróttur með mikið af stinnum, gagnsæjum hárum neðst, minna hærðir efst. Greinar sveipsins stakstæðar. Smálaufin oftast stakfjöðruð, jafn löng og blómstilkurinn, 3 stakir flipar. Laufin með þrístæða flipa. Slíður stinnhærð, aflöng, rákótt með langt hár. Flipar breytilegir, egglaga, lensulaga, stinnhærðir, hvass sagtenntir. Efstu laufin bandlensulaga, langydd oft með langa flipa, fagurgræn ofan með strjála hæringu, fölgræn neðan og oft gráloðin
     
Lýsing   Geislar sveipsins 8-15, dúnhærðir. Reifablöð skammlíf. Smáreifar stuttar oftast fáar, visna fljótt. Blómin öll hvít áður en þau springa út, verða bleik. Hunangskirtlar breiðir, kylfulaga.
     
Heimkynni   Azerbaijan.
     
Jarðvegur   Meðalfrjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   Systema Vegetabilium – Volum 6, https://books.googæe.is/books?id=MIjIAAAAAYAAJ&pg=PA574&Ipg=PA574&dq=Heracleum+roseum+description&sourc, https://www.genesys-pgr.org/es/explorer?filter=%7B
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Ekki til í Lystigarðinum 2015, en hefur verið það.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Roðahvönn
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is