Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Primula alpicola v. violaceae
Ættkvísl   Primula
     
Nafn   alpicola
     
Höfundur   (W.W. Sm.) Stapf.
     
Ssp./var   v. violaceae
     
Höfundur undirteg.   Stapf.
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Bláfellslykill
     
Ætt   Maríulykilsætt (Primulaceae).
     
Samheiti   Réttara. P. alpicola (W.W.Sm.) Stapf. v. violacea Stapf.
     
Lífsform   Sumargræn jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleikur, rósbleikur, purpura eða fjólublár.
     
Blómgunartími   Júlí.
     
Hæð   40-60 sm
     
Vaxtarhraði   Meðalhraðvaxta.
     
 
Bláfellslykill
Vaxtarlag   Blaðhvirfing, blómstönglar uppréttir, stinnir.
     
Lýsing   Laufblaðkan mjög mjó, fínhrukkótt, grunnur bogadreginn. Blómin í einum sveip hjá ræktuðu plöntunum, ilma sætt. Krónan er breið-trektlaga til skállaga, bleikur, rósbleikur, purpura eða fjólublár. Hvít- eða gulmélug á efra borði krónublaða, flipar alltaf sýldir. Fræ um það bil 1,5 mm, brún.
     
Heimkynni   Kína.
     
Jarðvegur   Rakur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Skiptin að vori eða hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, sem undirgróður, í fjölæringabeð.
     
Reynsla   Hefur vaxið lengi í F1-J 911622, þrífat vel.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Bláfellslykill
Bláfellslykill
Bláfellslykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is