Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Chamaecyparis nootkatensis
Ættkvísl   Chamaecyparis
     
Nafn   nootkatensis
     
Höfundur   (D. Don.) Spach.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Alaskasýprus, alaskasedrusviður
     
Ætt   Sýprisætt (Cupressaceae).
     
Samheiti   C. nutkaensis Lindl. & Gord.
     
Lífsform   Sígrænn runni - lítið tré.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi (sól).
     
Blómlitur   KK blóm gul.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hæð   2-6 m (-30 m)
     
Vaxtarhraði   Hægur.
     
 
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Vaxtarlag   Keilulaga í vextinum. Efst í krónunni eru greinarnar tiltölulega uppréttar og toppsprotinn einnig uppréttur, en þó slútandi í bláendann.
     
Lýsing   Stofn allt að 2 m í þvermál. Gamlar greinar þétt útstæðar-slútandi. Börkur brún-gráleitur, losnar af í stórum hreistrum; smágreinar yfirleitt slútandi, útbreiddar í einum fleti, næstum ferhyrndar. Barr þétt aðlægt (á sterkum smágreinum uppstæð), dökkgræn, engir hvítir blettir, kjöluð eða bogadregin ofan. Yfirleitt engir kirtlar, kramin lauf lykta óþægilega. Karlblóm gul. Könglar kúlulaga 1 sm breiðir með brúna slikju, nær fullum þroska á 2. ári. Köngulhreistur 4-6, með þrym-líkan, mjög framstæðan og uppréttan odd. Greinar vinsælar í jólaskreytingar. Tegund sem á að þola lágan sumarhita, vex hún upp við jökla í S Alaska í mikilli hæð yfir sjávarmáli. Verður allt að 1000 ára.
     
Heimkynni   Strandtré frá Norðvestanverðri N-Ameríku.
     
Jarðvegur   Meðalrakur, frjór, djúpur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   z4
     
Heimildir   1, 7
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar í þokuúða, einnig má nota haustgræðlinga innanhúss, ræktunarafbrigði eru ágrædd.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, stakstæð, beð, undir stærri trjám. Meðalharðgerð-harðgerð. Þarf gott skjól og vetrarskýlingu fram eftir aldri vex mjög hægt hérlendis.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1993, báðar mjög fallegar og hafa kalið fremur lítið og ekkert seinni árin.
     
Yrki og undirteg.   Einnig í ræktun Chamaecyparis nootkatensis 'Glauca' og Chamaecyparis nootkatensis 'Pendula' grátsýprus sem ber aðalgreinar í nær 90° vinkli út frá stofni, smágreinar og toppsproti slúta. Þar fyrir utan eru nokkur yrki í ræktun s.s. Chamaecyparis nootkatensis 'Compacta' dvergvaxið, runnkennt, uppsveigðar greinar og Chamaecyparis nootkatensis 'Nidifera' er annað dæmi um smávaxið yrki.
     
Útbreiðsla  
     
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Alaskasýprus, alaskasedrusviður
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is