Snorri Hjartarson - Lyng

Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.

Rosa rugosa 'Polareis'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn   rugosa
     
Höfundur   Thunb.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Polareis'
     
Höf.   (Strobel 1991) Þýskaland
     
Íslenskt nafn   Ígulrós (garðarós)
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   Rosa rugosa ‘Polar Ice’.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Bleikhvítur / rjómalitur.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   50-80 (150-200) sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Ígulrós (garðarós)
Vaxtarlag   Þetta er R. rugosa blendingur, áberandi síblómstrandi runni, harðgerður sem verður 50-80 (150-200) sm hár og er einn af athygliverðustu, kröftugustu og þéttvöxnustu ígulrósarafbrigðunum sem til er. Runninn hefur til að bera alla bestu eiginleika ígulrósanna. Einblómstrandi en stöku blóm koma þó seint á sumrinu.
     
Lýsing   Blómin eru bleikhvít, fyllt, með 25 krónublöð, ilma mikið, nokkur saman, ögn álút, knúbbar grænir. Blómin eru rjómalit þegar þau springa út, verða með skeljableik krónublöð og dýpri bleikan lit í miðjunni. Blómin eru með léttan ilm af barnapúðri og ný, glansand gulgræn lauf sem ilma eins og jarðarber. Haustlitir fallegir og laufið verður skærgulast af laufi allra ígulrósa. Engar nýpur.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, vel framræstur, meðalrakur.
     
Sjúkdómar   Ónæm fyrir kvillum.
     
Harka   Z2
     
Heimildir   http://www.finegardening.com http://www.highcountryroses.com http://www.pickeringnurseries.com http://www.smul.sachsen.de http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm, www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP, www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=51173
     
Fjölgun   Hægt er að fjölga rósinni með því að stinga sundur rótarskot, eins þétt upp við móðurplöntuna og hægt er með beittum spaða að haustinu. Látið rótarskotið vera á sínum stað til næsta vors en á þeim tíma hefur það myndað sínar rætur og þá er hægt að flytja nýju plöntuna á betri stað.
     
Notkun/nytjar   Í blönduð beð, í kanta, í stóra garða. Sólríkur vaxtarstaður sem loftar vel um. Rósin þarf frjóan jarðvegur og vel framræstan. Gott er að bæta safnhaugamold ofan á jarðveginn eftir að rósin hefur verið sett niður og svo haust og vor eftir það.
     
Reynsla   Rosa ‘Polareis’ var keypt 2003 og gróðursett í beð sama ár. Þrífst vel og blómstrar mikið. Kelur lítilsháttar.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Ígulrós (garðarós)
Ígulrós (garðarós)
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is