Snorri Hjartarson - Lyng Gott er að leggjast í lyngið,
sjá lauf glóa, finna kvik
fjaðurmjúk atlot þess, fagna
í fegurð jarðar meðan rauð
og lág sólin lækkar
og lyngbreiðan er ilmgrænt haf
sem ber þig að hljóðri húmströnd
og hylur þig gleymsku.
|
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
rugosa |
|
|
|
Höfundur |
|
Thunb. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Polareis' |
|
|
|
Höf. |
|
(Strobel 1991) Þýskaland |
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Ígulrós (garðarós) |
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rosa rugosa ‘Polar Ice’. |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Bleikhvítur / rjómalitur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Ágúst-september. |
|
|
|
Hæð |
|
50-80 (150-200) sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Þetta er R. rugosa blendingur, áberandi síblómstrandi runni, harðgerður sem verður 50-80 (150-200) sm hár og er einn af athygliverðustu, kröftugustu og þéttvöxnustu ígulrósarafbrigðunum sem til er. Runninn hefur til að bera alla bestu eiginleika ígulrósanna. Einblómstrandi en stöku blóm koma þó seint á sumrinu. |
|
|
|
Lýsing |
|
Blómin eru bleikhvít, fyllt, með 25 krónublöð, ilma mikið, nokkur saman, ögn álút, knúbbar grænir. Blómin eru rjómalit þegar þau springa út, verða með skeljableik krónublöð og dýpri bleikan lit í miðjunni. Blómin eru með léttan ilm af barnapúðri og ný, glansand gulgræn lauf sem ilma eins og jarðarber. Haustlitir fallegir og laufið verður skærgulast af laufi allra ígulrósa. Engar nýpur. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, vel framræstur, meðalrakur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Ónæm fyrir kvillum. |
|
|
|
Harka |
|
Z2 |
|
|
|
Heimildir |
|
http://www.finegardening.com
http://www.highcountryroses.com
http://www.pickeringnurseries.com
http://www.smul.sachsen.de
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
www.cornhillnursery.com/retail/roses/rosea.htlm#RP,
www.helpmefind.com/rose/pl.php?n=51173
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Hægt er að fjölga rósinni með því að stinga sundur rótarskot, eins þétt upp við móðurplöntuna og hægt er með beittum spaða að haustinu. Látið rótarskotið vera á sínum stað til næsta vors en á þeim tíma hefur það myndað sínar rætur og þá er hægt að flytja nýju plöntuna á betri stað. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í blönduð beð, í kanta, í stóra garða.
Sólríkur vaxtarstaður sem loftar vel um. Rósin þarf frjóan jarðvegur og vel framræstan. Gott er að bæta safnhaugamold ofan á jarðveginn eftir að rósin hefur verið sett niður og svo haust og vor eftir það. |
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa ‘Polareis’ var keypt 2003 og gróðursett í beð sama ár. Þrífst vel og blómstrar mikið. Kelur lítilsháttar. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|