Jón Thoroddsen - Barmahlíð
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.
Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?
Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali! |
|
Rosa damescena bifera 'Rosa de Rescht'
Ættkvísl |
|
Rosa |
|
|
|
Nafn |
|
damescena |
|
|
|
Höfundur |
|
Miller |
|
|
|
Ssp./var |
|
bifera |
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
'Rosa de Rescht' |
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
|
|
|
|
Ætt |
|
Rósaætt (Rosaceae). |
|
|
|
Samheiti |
|
Rose de Rescht, Gul e Rescht (=Rós frá Rescht). |
|
|
|
Lífsform |
|
Lauffellandi runni. |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól til hálfskuggi. |
|
|
|
Blómlitur |
|
Dökkfagurrauður, djúpbleikur. |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Júlí-september. |
|
|
|
Hæð |
|
50-120 sm |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Lágvaxinn-miðlungsstór, þéttvaxinn, uppréttur rósarunni með sterklegar greinar, 50-120 sm hár og 90 sm breiður. |
|
|
|
Lýsing |
|
Þetta er Rosa damacena bifera rós, gömul, harðgerð með þéttfyllt, dökkfagurrauð, meðalstór blóm sem ilma mikið meira en blóm flestra annarra rósa, ilmurinn góður. Blómin eru á uppréttum stilkum sem ná upp fyrir laufið. Nancy Lindsay fann rósina 1940 í þorpinu Rescht í Persíu 1940 og rósin var í ræktun þar fyrir 1880 og hefur verið í ræktun í Noregi síðan 1940.
Þetta er lágvaxinn-miðlungsstór, þéttvaxinn, uppréttur runni með sterklegar greinar og dökkgrænt, glansandi lauf með grábláan blæ. Rósin blómstrar mest í fyrstu en heldur svo áfram að blómstra fram í frost. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Yrki. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Frjór, rakur, vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Með mikla mótstöðu gegn svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z4 |
|
|
|
Heimildir |
|
Petersen, V. 1981: Gamle roser Iinye haver. Utgivet av de danske haveselskaber København 1981.
http://www.hesleberg.no,
http://www.welt-der-rosen,de/duftrosen/_duftrosen.htm,
beta.finegardening.com/damask-perpetual-rose-rosa-rose-de-rescht,
davesgarden.com/guides/pf/go/52097/#b
|
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Sólríkur vaxtarstaður, líkar ekki miklar rigningar.
Þarf frjóan jarðveg. Hæfilegt er að hafa 4 plöntur á m². Talin góð í lágvaxið limgerði í Noregi. Er notuð stök, í beð, nokkrar saman og til afskurðar.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Rosa ‘Rosa de Resht’ var keypt í Lystigarðinn 2003 og plantað í beð 2004 vex þokkalega og blómstrar mikið. Önnur planta var keypt 2005, höfð í beði sunnan undir gróðurhúsinu, misfórst í vetrargeymslu veturinn 2006-2007. (2009). |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|