Úr ljóðinu Barmahlíð eftir Jón Thoroddsen
Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!
Caragana frutex
Ættkvísl   Caragana
     
Nafn   frutex
     
Höfundur   (L.) K. Koch.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Þófakergi
     
Ætt   Ertublómaætt (Fabaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Gulur
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   1-3 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Þófakergi
Vaxtarlag   Uppréttur runni, með ofanjarðarrenglur, greinar grannar, gulleitar, hárlausar. Ársprotar grannir, gulleitir, hárlausir.
     
Lýsing   Lauf með legg, smálaufa 4, öfugegglaga, næstum fingurlaga, 2 sm löng, dökkgræn, þunn, aðalstrengur laufa allt að 1,5 sm langur, stundum langær. Laufleggur og axlablöð dálítið þyrnótt. Blóm allt að 1-3, stór, gul, blómskipunarleggir allt að 2 sm, bikar allt að 1,5 sm, bjöllulaga, dálítið hliðskakkur neðst, tennur breiðþríhyrndar. Króna allt að 2,5 sm. Aldinin/fræbelgirnir 4×0,3 sm, pípulaga, dálítið flöt, hárlaus.
     
Heimkynni   S Rússland til Turkestans og Síberiu.
     
Jarðvegur   Léttur, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z2
     
Heimildir   1,7
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í raðir, í blönduð beð, í þyrpingar.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur gamlar undir þessu nafni, sem þrífast vel, kala ekkert og blómstra. Hefur verið mjög lengi í ræktun í LA (alveg frá tíma Jóns Rögnvaldssonar). Hefur þrifist vel (k. 0-1 flest ár). Auðþekkt frá garðakergi (baunatré) á því að smáblöðin eru aðeins 4 í stað 8-12.
     
Yrki og undirteg.   Nokkur yrki í ræktun erlendis, td. 'Biflora' með 2 og 2 blóm saman, 'Latifolia' með stærri blöð dökkgræn og glansandi á efra borði, 'Macrantha' stærri blóm og 'Globosa' með þétt kúlulaga vaxtarlag.
     
Útbreiðsla  
     
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Þófakergi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is