Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Rosa 'Westerland'
Ættkvísl   Rosa
     
Nafn  
     
Höfundur  
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form   'Westerland'
     
Höf.   (Kordes 1969) Þýskaland.
     
Íslenskt nafn  
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti   ‘Korlawe’, Rosa 'Korwest'.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Appelsínugulur með aprikósulitri slikju.
     
Blómgunartími   Ágúst-september.
     
Hæð   allt að 240 sm eða hærri.
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Foreldrar: Friedrich Worlein x Circus. ‘Westerland er 20. aldar stórblóma klifurrós eða upprétt runnarós, kröftug, um 240 sm (300-360 m) há og 120 sm breið, lotublómstrandi.
     
Lýsing   Blómin skrautleg, upprétt, í klösum, stór, opin, hálffyllt-léttfyllt, 18-26 krónublöð, appelsínugul með aprikósulitri slikju, með góðan ilm. Krónublöðin eru gul á neðra borði. Laufin eru stór, mjúk, dökk græn. Þau eru bronslituð á vorin á meðan þau eru ung og þau hafa mikla mótstöðu gegn sjúkdómum.
     
Heimkynni   Yrki.
     
Jarðvegur   Frjór, sendinn-leirkenndan, miðlungi rakur til rakur, vel framræstur
     
Sjúkdómar   Ónæm fyrir svartroti, mjölsvepp og ryðsvepp.
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.backyardgardener, http://www./wyevale.shootgardening.co.uk/sitePlant.php?plantid=22982-name=rose-westerland, http://www.hesleberg.no, http://www.rose-roses.com/rosepages, davesdardening.com/guides/pf/go/69469/#b
     
Fjölgun   Sumar-, síðsumar- eða vetrargræðlingar, ágræðsla, brumágræðsla.
     
Notkun/nytjar   Sólríkur vaxtarstaður, þolir ekki skugga. Þrjár plöntur á m². Notuð í limgerði, í beð, nokkrar saman í þyrpingu eða á tígulgrind. Hægt að nota sem vafrós/klifurrós ef hún er ekki klippt.
     
Reynsla   Rosa ‘Westerland’ var keypt í Lystigarðinn 2005, höfð sunnan undir gróðurhúsinu, misfórst í geymslu veturinn 2006-2007.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla   AÐRAR UPPLÝSINGAR: Viðurkenningar: Annerkante Deutch Rose 1974, Royal National Horticultural Society Award of Merit 1993
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is