Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Rhododendron nitidulum v. omeiense
Ćttkvísl   Rhododendron
     
Nafn   nitidulum
     
Höfundur   Rehder & E. H. Wilson in Sargent
     
Ssp./var   v. omeiense
     
Höfundur undirteg.   M. N. Philipson & Philipson
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn  
     
Ćtt   Lyngćtt (Ericaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Sígrćnn runni.
     
Kjörlendi   Hálfskuggi.
     
Blómlitur   Bleik-lilla eđa fjólublá-purpura.
     
Blómgunartími   Vor.
     
Hćđ   20-100 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Sígrćnn, lítill, uppréttur eđa uppsveigđur runni, 20-100(-150) sm hár, smágreinar stuttar, sverar, hreistrađar.
     
Lýsing   Laufleggir 1–2 mm, međ hreistur, blađkan egglaga til oddbaugótt, 0,7–1 × 0,3–0,6 sm, grunnur breiđ-fleyglaga til bogadreginn, oddur snubbóttur eđa bogadreginn, laufoddur enginn eđa ógreinilegur. Neđra borđ er međ hreistur sem ná saman eđa eru sköruđ, móleit, stundum međ fáein dekkri hreistur innan um ţau móleitu. Efra borđ dökkgrćnt, glansandi, hreistur ná saman. Klasinn 1-2 blóma. Blómleggurinn 0,5–1,5 sm, međ hreistur. Bikar bleikur, flipar (1,5–)2–3 mm, egglaga til aflöng-egglaga, hanga áfram viđ aldiniđ, međ hreistur, jađrar oftast randhćrđir. Krónan breiđ-trektlaga, bleik-lilla eđa fjólublá-purpura, 1,2–1,5 sm löng. Krónupípan 4–6 mm, ekki međ hreistur á ytra borđi, gin dúnhćrt. Frćflar (8–)10, jafnlangir og/eđa ögn lengri en krónan, frjóţrćđir langhćrđ viđ grunninn. Eggleg um 2 mm, ţétthreistruđ. Stíll lengri en frćflarnir, hvorki međ hreistur né hár. Frćhýđi egglaga, 3-5 mm, ţétthreistruđ.
     
Heimkynni   M Sichuan.
     
Jarđvegur   Súr, lífefnaríkur, rakur, vel framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   http://www.hirsutum.info, www.eFloras.org Flora of China
     
Fjölgun   Sáning.
     
Notkun/nytjar   Í runnabeđ ţar sem sólskinuđ er ekki of stekt.
     
Reynsla   Plantan var keypt 2000 og gróđursett í beđ 2001. Vetrarskýling frá 2001 til vors 2007. Ţrífst vel. Falleg planta sem kelur yfirleitt lítiđ, blóm stöku ár.
     
Yrki og undirteg.   v. omeiense M. N. Philipson & Philipson, er međ hreistur í tveimur litum á neđra borđi, yfirleitt móleit en nokkur dekkri innan um ţau móleitu.
     
Útbreiđsla   Fundin í heiđum og grýttum brekkum í 3200-3500 m hćđ í heimkynnum sínum.
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is