Þuríður Guðmundsdóttir - Rætur
Ég geng um skrúðgarða borgar
og blómin horfa á mig
litríkum framandi augum
og ilmur þeirra er alltaf nýr

Í fjarska situr fölblá gleymmérei
á fötum lítils barns

Því blágresi, holtasóley og steinbrjótur
voru blóm bernsku minnar

Og rætur þeirra
verða alltaf mínar

Betula pendula
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   pendula
     
Höfundur   Roth.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Vörtubjörk
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti   Betula verrucosa Ehrh., B. alba L., B. alba v. pendula (Roth) W.T.Aiton
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól
     
Blómlitur   Brúnn
     
Blómgunartími   Maí - júní
     
Hæð   8-14 m
     
Vaxtarhraði   Hraðvaxta
     
 
Vörtubjörk
Vaxtarlag   Tré sem verður 20-25 m hátt og 10 m breitt í heimkynnum sínum, stöku sinnum allt að 30 m hátt, en mun lægra hérlendis. Krónan mjó, gisin, börkur flagnar, er silfurhvítur þegar trén eru ung, þykkur, verður neðst greyptur og svartur með aldrinum. Ársprotar yfirleitt hangandi, mjög grannir, hárlausir með marga kvoðukirtla.
     
Lýsing   Lauf 3-7 × 2-4,5 sm, breið-egglaga til egglaga-tennt eða því sem næst tígullaga, gróflega tvísagtennt, fínlega langydd, grunnur breið-fleyglaga til þverstýfður, laufin þunn, límkennd meðan þau eru ung, hárlaus, með kirtildoppur bæði ofan og neðan. Laufleggir 1-2 sm. Karlreklar 3-6 sm. Blómin eru einkynja, hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar sívalir, 1,5-3,5 × 1 sm, reklahreistur með lítinn, hvassyddan miðflipa og stóra og breiða bogaformaða hliðaflipa. Smáhnotir mjó-egglaga, hárlausar, vængir 2-3 × breiðari en smáhnotin sjálf.
     
Heimkynni   Mestur hluti Evrópu að Bretlandi meðtöldu, suður og austur til Marokkó, V Síberíu og M Asíu.
     
Jarðvegur   Léttur, sendinn jarðvegur, meðalfrjór og meðalþungur, helst vel framræstur. Vörtubjörkin getur vaxið í þungum jarðvegi og í mögrum jarðvegi, sýrustig skiptir ekki máli. Getur vaxið í mjög súrum jarðvegi. Þrífst í þurrum og jafn rökum jarðvegi.
     
Sjúkdómar   Ryðsveppur. Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp.
     
Harka   2
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar, ágræðsla (yrkin)
     
Notkun/nytjar   Í limgerði, í raðir, í þyrpingar, sem stakstæð tré, í blönduð beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni sem sáð var til fyrir 1978 gróðursett var í beð 1985, kelur litið og önnur gömul sem gróðursett var í beð 1985, kelur yfirleitt litið. Einnig eru til tvær plöntur úr tveimur sáningum frá 1984, báðar gróðursettar í beð 1988 og báðar kala lítið eða ekkert. Einnig tvær plöntur sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1995 og ein planta sem sáð var til 1994 og gróðursett í beð 1995, allar kólu lítið eitt framan af. Ein planta sem sáð var til 1997 er í sólreit 2013, og að lokum ein planta sem sáð var til 1998 og gróðursett í beð 2001, kól lítið eitt árlega fyrstu árin. Einna best er eintak frá Oulu, Finnlandi hefur reynst mjög vel í Lystigarðinum, kelur lítið sem ekkert, haustlitir koma snemma, fallegir, gulir. Viðkvæm fyrir ryðsvepp.
     
Yrki og undirteg.   Ýmis garðaform (yrki) eru til svo sem 'Dalecarlica' há og með slútandi greinar, 'Tristis' há slútandi, 'Fastigiata' súlulaga, 'Gracilis' -6 m, enginn aðalstofn, 'Youngii' og fleiri. Þessi yrki eru heldur viðkvæmari en aðaltegundin og ekki sérlega harðgerð hérlendis en ættu að geta vaxið þokkalega vel á skýldum, hlýjum stöðum. Ágrædd á rót af ilmbjörk (Betula pubescens).
     
Útbreiðsla  
     
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Vörtubjörk
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is