Málsháttur
Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
Betula papyrifera
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   papyrifera
     
Höfundur   Marsh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Næfurbjörk
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti   Betula alba v. papyrifera, Betula lenta v. papyrifera.
     
Lífsform   Tré
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi)
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Apríl - maí
     
Hæð   7-14 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Næfurbjörk
Vaxtarlag   Tré sem getur orðið allt að 30 m á hæð í heimkynnum sínum. Grófar greinar, krónan gisin, börkur mjög breytilegur, skjannahvítur, móhvít, mó-grábrúnn, sléttur, flagnar af í pappírskenndum lögum. Ársprotar rauðbrúnir, dúnhærðir, seinna hárlausir, vörtótt.
     
Lýsing   Lauf 4-9 × 2,5-6 sm, breið-egglaga, ydd, gróftennt og venjulega tvísagtennt, grunnur bogadreginn eða sjaldan hjartalaga, hvassydd til langydd, dökk mattgræn ofan, ljósari á neðra borði, hárlaus nema á jöðrunum, þar dúnhærð, með svartar kirtildoppur á neðra borði, æðastrengir í 6-10 pörum, oftast dúnhærðir á neðra borði, laufleggir allt að 2,5 sm. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Karlreklar allt að 10 sm. Þroskaðir kvenreklar 3-4 sm × 6-8 mm, hangandi, sívalir, rekilhreistur stundum dúnhærð, flipar uppréttir eða vita stundum til hliðanna, hliðaflipar dálítið styttri en miðflipinn, Fræ 2 × 1 mm, oddbaugótt, með væng sem er 2 × breiðari en smáhnotin sjálf. Myndar auðveldlega blendinga með öðrum tegundum ættkvíslarinnar.
     
Heimkynni   Norður N-Ameríka til Grænlands.
     
Jarðvegur   Margs konar jarðvegur, en bestu eintök næfurbjarkar er að finna þar sem jarðvegurinn er sendinn, leirkenndur og vel framræstur.
     
Sjúkdómar   Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp.
     
Harka   1
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar
     
Notkun/nytjar   Stakstæð tré, í þyrpingar, beð. Næfurbjörkin er notuð sem lækningaplanta, til litunar, sem eldsneyti, til smíða, til pappírsframleiðslu.
     
Reynsla   Er ekki í Lystigarðinum 2013. Þau eintök sem til hafa verið af næfurbjörk hafa ekki reynst neitt sérstaklega vel sem er einkennilegt. þar sem tegundin ætti að vera fullkomlega harðgerð hér. Í garðinum eru gamlar alaskabjarkir (Betula papyrifera v. kenaica) og einnig er talið að þær séu í Kjarnaskógi og í gömlu Gróðrastöðinni, Ránargötu 3 og víðar (frá Jóni Rögnvaldssyni) - Þetta þarf þó að athuga betur því þær hafa ekki verið greindar.
     
Yrki og undirteg.   Betula papyrifera v. commutata (Reg.) Fern. og Betula papyrifera v. minor (Tuckerm.) S. Wats. eru undirtegundir sem ættu að þrífast hér vel miðað við hörkutölu (Z2). Fleiri eru síðan nefndar í Krüssmann t.d. Betula papyrifera v. subcordata 6-10 m frá Klettafjöllum, Betula papyrifera v. humilis NV USA - Alaska - 8-10 m og Betula papyrifera v. cordifolia (Reg.) Fern. Labrador – Minnesota.
     
Útbreiðsla  
     
Næfurbjörk
Næfurbjörk
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is