Málsháttur Eigi fellur tré við hið fyrsta högg.
|
Ættkvísl |
|
Betula |
|
|
|
Nafn |
|
papyrifera |
|
|
|
Höfundur |
|
Marsh. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Næfurbjörk |
|
|
|
Ætt |
|
Bjarkarætt (Betulaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
Betula alba v. papyrifera, Betula lenta v. papyrifera. |
|
|
|
Lífsform |
|
Tré |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól (hálfskuggi) |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur til kakóbrúnn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Apríl - maí |
|
|
|
Hæð |
|
7-14 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Tré sem getur orðið allt að 30 m á hæð í heimkynnum sínum. Grófar greinar, krónan gisin, börkur mjög breytilegur, skjannahvítur, móhvít, mó-grábrúnn, sléttur, flagnar af í pappírskenndum lögum. Ársprotar rauðbrúnir, dúnhærðir, seinna hárlausir, vörtótt. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 4-9 × 2,5-6 sm, breið-egglaga, ydd, gróftennt og venjulega tvísagtennt, grunnur bogadreginn eða sjaldan hjartalaga, hvassydd til langydd, dökk mattgræn ofan, ljósari á neðra borði, hárlaus nema á jöðrunum, þar dúnhærð, með svartar kirtildoppur á neðra borði, æðastrengir í 6-10 pörum, oftast dúnhærðir á neðra borði, laufleggir allt að 2,5 sm. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni). Vindfrævun. Karlreklar allt að 10 sm. Þroskaðir kvenreklar 3-4 sm × 6-8 mm, hangandi, sívalir, rekilhreistur stundum dúnhærð, flipar uppréttir eða vita stundum til hliðanna, hliðaflipar dálítið styttri en miðflipinn, Fræ 2 × 1 mm, oddbaugótt, með væng sem er 2 × breiðari en smáhnotin sjálf.
Myndar auðveldlega blendinga með öðrum tegundum ættkvíslarinnar. |
|
|
|
Heimkynni |
|
Norður N-Ameríka til Grænlands. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Margs konar jarðvegur, en bestu eintök næfurbjarkar er að finna þar sem jarðvegurinn er sendinn, leirkenndur og vel framræstur. |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp. |
|
|
|
Harka |
|
1 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sáning, sumargræðlingar |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Stakstæð tré, í þyrpingar, beð.
Næfurbjörkin er notuð sem lækningaplanta, til litunar, sem eldsneyti, til smíða, til pappírsframleiðslu. |
|
|
|
Reynsla |
|
Er ekki í Lystigarðinum 2013.
Þau eintök sem til hafa verið af næfurbjörk hafa ekki reynst neitt sérstaklega vel sem er einkennilegt. þar sem tegundin ætti að vera fullkomlega harðgerð hér. Í garðinum eru gamlar alaskabjarkir (Betula papyrifera v. kenaica) og einnig er talið að þær séu í Kjarnaskógi og í gömlu Gróðrastöðinni, Ránargötu 3 og víðar (frá Jóni Rögnvaldssyni) - Þetta þarf þó að athuga betur því þær hafa ekki verið greindar.
|
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
Betula papyrifera v. commutata (Reg.) Fern. og Betula papyrifera v. minor (Tuckerm.) S. Wats. eru undirtegundir sem ættu að þrífast hér vel miðað við hörkutölu (Z2). Fleiri eru síðan nefndar í Krüssmann t.d. Betula papyrifera v. subcordata 6-10 m frá Klettafjöllum, Betula papyrifera v. humilis NV USA - Alaska - 8-10 m og Betula papyrifera v. cordifolia (Reg.) Fern. Labrador – Minnesota. |
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|