Málsháttur
Lengi býr að fyrstu gerð.
Betula nana
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   nana
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fjalldrapi, hrís
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti  
     
Lífsform   Runni
     
Kjörlendi   Sól-hálfskuggi
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   0,3-0,7 m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Fjalldrapi, hrís
Vaxtarlag   Runni, jarðlægur eða uppsveigður, 50 sm hár, stundum allt að 1 m hár. Börkur er dökkur, ársprotar brúnir, þéttdúnhærðir, aldrei vörtóttir. Plöntuna er hægt að nota til að þekja jarðveg, myndar útbreidda þúfu, allt að 1,2 m breiða.
     
Lýsing   Lauf 5-15 mm, næstum kringlótt til nýrlaga, bogadregin í oddinn, gróf-bogtennt nema við grunninn, dökkgræn og glansandi, verða gulmenguð á haustin eða stundum dökkrauð í N-Evrópu, dálítið límkennd þegar þau eru ung, dúnhærð neðan. Æðastrengir í 2-4 pörum, netæðótt, laufleggir 1-2 mm með randhærð axlablöð á báðum hliðum. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar 7-10 mm, uppréttir, með mjög stuttan legg, egglaga. Rekilhreistur með næstum jafnlanga flipa, miðflipinn er breiðastur, hárlaus. Smáhnotir með mjög mjóan væng. Blandast auðveldlega öðrum tegundum ættkvíslarinnar.
     
Heimkynni   Háarktísk, Evrasía, Grænland.
     
Jarðvegur   Vex vel í þungum holta-, mýra- og leirjarðvegi, vel rökum
     
Sjúkdómar   Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp.
     
Harka   Z2
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sumargræðlingar, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í þyrpingar, beð. Seyði af plöntunni er notað sem hárbalsam og til að meðhöndla flösu. Gulan lit er hægt að fá úr laufinu (til að lita textíl). Plantan er notuð sem eldiviður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur undir þessu nafni, gróðursettar austan við íslensku beðin 1986. Þrífast sæmilega, en þyrftu rakari vaxtarstað. Íslensk tegund - fullkomlega harðger, myndar gjarnan kynblendinga með birki.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Fjalldrapi, hrís
Fjalldrapi, hrís
Fjalldrapi, hrís
Fjalldrapi, hrís
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is