Málsháttur Lengi býr að fyrstu gerð.
|
Ættkvísl |
|
Betula |
|
|
|
Nafn |
|
nana |
|
|
|
Höfundur |
|
L. |
|
|
|
Ssp./var |
|
|
|
|
|
Höfundur undirteg. |
|
|
|
|
|
Yrki form |
|
|
|
|
|
Höf. |
|
|
|
|
|
Íslenskt nafn |
|
Fjalldrapi, hrís |
|
|
|
Ætt |
|
Bjarkarætt (Betulaceae) |
|
|
|
Samheiti |
|
|
|
|
|
Lífsform |
|
Runni |
|
|
|
Kjörlendi |
|
Sól-hálfskuggi |
|
|
|
Blómlitur |
|
Grænleitur til kakóbrúnn |
|
|
|
Blómgunartími |
|
Maí-júní |
|
|
|
Hæð |
|
0,3-0,7 m |
|
|
|
Vaxtarhraði |
|
|
|
|
|
|
|
|
Vaxtarlag |
|
Runni, jarðlægur eða uppsveigður, 50 sm hár, stundum allt að 1 m hár. Börkur er dökkur, ársprotar brúnir, þéttdúnhærðir, aldrei vörtóttir. Plöntuna er hægt að nota til að þekja jarðveg, myndar útbreidda þúfu, allt að 1,2 m breiða. |
|
|
|
Lýsing |
|
Lauf 5-15 mm, næstum kringlótt til nýrlaga, bogadregin í oddinn, gróf-bogtennt nema við grunninn, dökkgræn og glansandi, verða gulmenguð á haustin eða stundum dökkrauð í N-Evrópu, dálítið límkennd þegar þau eru ung, dúnhærð neðan. Æðastrengir í 2-4 pörum, netæðótt, laufleggir 1-2 mm með randhærð axlablöð á báðum hliðum. Blómin eru einkynja (hvert einstakt blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns en bæði kynin er að finna á sömu plöntunni. Vindfrævun.
Þroskaðir kvenreklar 7-10 mm, uppréttir, með mjög stuttan legg, egglaga. Rekilhreistur með næstum jafnlanga flipa, miðflipinn er breiðastur, hárlaus. Smáhnotir með mjög mjóan væng.
Blandast auðveldlega öðrum tegundum ættkvíslarinnar.
|
|
|
|
Heimkynni |
|
Háarktísk, Evrasía, Grænland. |
|
|
|
Jarðvegur |
|
Vex vel í þungum holta-, mýra- og leirjarðvegi, vel rökum |
|
|
|
Sjúkdómar |
|
Tréð er mjög viðkvæmt fyrir hunangssvepp. |
|
|
|
Harka |
|
Z2 |
|
|
|
Heimildir |
|
= 1, http://www.pfaf.org |
|
|
|
Fjölgun |
|
Sumargræðlingar, sáning. |
|
|
|
Notkun/nytjar |
|
Í þyrpingar, beð.
Seyði af plöntunni er notað sem hárbalsam og til að meðhöndla flösu.
Gulan lit er hægt að fá úr laufinu (til að lita textíl).
Plantan er notuð sem eldiviður.
|
|
|
|
Reynsla |
|
Í Lystigarðinum eru nokkrar plöntur undir þessu nafni, gróðursettar austan við íslensku beðin 1986. Þrífast sæmilega, en þyrftu rakari vaxtarstað.
Íslensk tegund - fullkomlega harðger, myndar gjarnan kynblendinga með birki. |
|
|
|
Yrki og undirteg. |
|
|
|
|
|
Útbreiðsla |
|
|
|
|
|
|
|