Hulda - Úr ljóðinu Sorg
Þar sem blóm í laufalautum
ljúfu máli saman tala,
sem að ást og angur skilja, ?
blágresi og burknar grannir,
brönugrös og músareyra,
ljósberi og lækjarstjarna,
litlar fjólur, æruprísar,
gullmura og gleym-mér-eigi, ?
vildi ég mega minnast þín.
Betula ermanii
Ættkvísl   Betula
     
Nafn   ermanii
     
Höfundur   Cham.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Steinbjörk
     
Ætt   Bjarkarætt (Betulaceae)
     
Samheiti   B. incisa, B. shikokiana
     
Lífsform   Runni - meðalstórt tré
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi
     
Blómlitur   Grænleitur til kakóbrúnn
     
Blómgunartími   Maí-júní
     
Hæð   5-12 m
     
Vaxtarhraði   Meðalvaxtarhraði
     
 
Steinbjörk
Vaxtarlag   Stórvaxinn runni eða meðalstórt tré sem þó getur orðið allt að 25 m há í heimkynnum sínum og 5 m á breidd, en mun minni hérlendis. Krónan gisin, mjög útbreidd, börkurinn flagnar af, er með gula, hvíta eða rauðleita slikju, appelsínu-brúnn til purpurabrúnn á smágreinum. Ársprotar kirtil-vörtóttir þegar þeir eru ungir, hárlausir, brum 1 sm, með mjóan odd, límkennd.
     
Lýsing   Lauf 5-10 × 4-7 sm, skakk-tígullaga til hjartalaga, grófsagtennt, tennur þríhyrndar, laufin oddhvöss, dökkgræn á efra borði, með strjála kirtla, æðastrengir í 7-11 pörum, stöku sinnum dúnhærðir, laufleggir 1-2,5 sm. Blómin eru einkynja (hvert blóm er annað hvort karlkyns eða kvenkyns, en bæði kynin er að finna á sama trénu. Vindfrævun. Þroskaðir kvenreklar 2-3 × 1-1,5 sm, uppréttir, egglaga-oddvala, flipar rekilhreistra aflangir. smáhnotir 2-3 mm, breið-öfugegglaga, ögn dúnhærð ofan, með mjóan væng. Mjög breytileg tegund, sem blandast auðveldlega öðrum tegundum í ættkvíslinni (Betula).
     
Heimkynni   NA Asía (Kamchatka og frá Bækalvatni að Kyrrahafi, Kórea.
     
Jarðvegur   Þrífst vel í vel framræstum, leirkenndum jarðvegi á skjólstæðum stöðum. Vex líka vel í þungum leirjarðvegi, en ekki í blautum. Nývöxturinn að vorinu er viðkvæmur fyrir vorfrostum. - Steinbjörk nemur land í mögrum jarðvegi og í opnum skógum í villtri náttúru. Það gerir tegundin hentuga sem brautryðjandategund að græða upp skóglendi, þar sem skógur hefur verið höggvinn. Steinbjörkin er mjög skammlíf tegund, sem vex fremur hratt og skapar hentugar aðstæður fyrir langlífari tegundir. Þar sem kímplöntur tegundarinnar vaxa illa á skuggsælum stöðum verður steinbjörkin að lokum undir í samkeppninni við aðrar trjátegundir.
     
Sjúkdómar   Trén eru sérlega viðkvæm fyrir hunangssvepp.
     
Harka   Z3, ekki viðkvæm fyrir frosti.
     
Heimildir   = 1, http://www.pfaf.org
     
Fjölgun   Sáning, sumargræðlingar
     
Notkun/nytjar   Stakstæð, þyrpingar beð.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur undir þessu nafni, annarri var sáð 1988 og gróursett í beð 1990, en til hinnar var sáð 1992 og hún gróðursett í beð 1995. Steinbjörkin í Lystigarðinum er klónn frá Vladivostok og hefur reynst fremur vel í garðinum, en kelur mismikið (0-3) eftir árum. Lýkur vexti fremur seint, þar af leiðir haustkal. Í ræktun m.a. á Tumastöðum, Mógilsá og Múlakoti og þrífst bara vel á góðum stöðum í góðu skjóli.
     
Yrki og undirteg.   Betula ermanii v. subcordata Koidz. -> Réttara nafn er B. grossa Siebold & Zucc. - klónn frá Kirovsk hefur reynst enn betur (k: 0-0,5). Betula ermanii v. lanata Reg. - frá A Síberíu á að vera enn harðgerðari (z2) en sú teg. er lítt reynd í LA (í uppeldi) - ungar greinar hærðar, lauf þríhyrnd-hjartalaga. Betula ermanii v. japonica (Shirai) Koidz. - lauf með ca. 14 blaðæðapörum (ekki 7-11). Heimkynni: Japan (Honshu) z5 - er til í uppeldi.
     
Útbreiðsla  
     
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Steinbjörk
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is