Sigfús Dađason - Vćngjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.Geranium palustre
Ćttkvísl   Geranium
     
Nafn   palustre
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Mýrablágresi
     
Ćtt   Blágresisćtt (Geraniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Dökkrauđfjólublár + dekkri ćđar.
     
Blómgunartími   Ágúst.
     
Hćđ   30-40 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Mýrablágresi
Vaxtarlag   Fjölćr jurt sem myndar brúska, ekki kirtilhćrđ, stinnhćrđ, allt ađ 40 sm há. Jarđstönglar ţéttir.
     
Lýsing   Grunnlauf 5-20 sm breiđ, mjög djúpskert í 7 gróffjađrađa flipa, sem mjókka til beggja enda, flipar međ 1-3 tennur. Stöngullauf minni, í pörum, 3 eđa 5 skipt. Blómskipunin útbreidd, blómskipunarleggir allt ađ 7 sm, blómleggir langir, hćrđir. Blómin breiđ, trompetlaga. Bikarblöđ 8 mm, oddur 1 mm. Krónublöđ 18 x 10 mm, breiđust í oddinn, bogadregin í oddinn, skćr dökk-rauđrófulit, grunnur hvítur, ćđar eins og fjöđru, djúp-purpura, hćrđ ofan og á jöđrum. Frjóţrćđir úttútnađir viđ grunninn, sami litur og á krónublöđunum eđa ljósari. Frjóhnappar rjómalitir til fjólubláir, stíll 6 mm, frćni lifrauđ til djúprauđ, allt ađ 3 mm. Ung aldin upprétt, aldinleggir baksveigđir, trjóna 17 mm, frćvur 3-5 mm. Frćjum slöngvađ burt.
     
Heimkynni   A & M Evrópa
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, rakur-međalrakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting ađ vori eđa hausti.
     
Notkun/nytjar   Sem undirgróđur, í blómaengi, í beđ, í steinhćđir.
     
Reynsla   Ţrífst vel hérlendis. Myndirnar eru teknar í Grasagarđi Reykjavíkur og eru líklega af garđablágresi. -------------
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Mýrablágresi
Mýrablágresi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is