Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Aster amellus
Ćttkvísl   Aster
     
Nafn   amellus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Hauststjarna
     
Ćtt   Asteraceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölćr
     
Kjörlendi   sól
     
Blómlitur   purpurablár/gul miđja
     
Blómgunartími   síđsumars-haust
     
Hćđ   0.5-0.7m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Útafliggjandi jarđlćgir stönglar, uppsveigđar greinar. Blómstönglar allt ađ 70 sm, greinóttir og blöđóttir.
     
Lýsing   Grunnlauf stilkuđ, allt ađ 7 x 1,6 sm, blađkan breiđ, öfuglensulaga, snubbótt til oddbaugótt og ydd, oft tennt. Stöngulblöđin minni. Blómkörfur 3,5 - 7,5 í ţvermál oftast 5 -15 í hálfsveip á hverri grein. Reifar 8 -13 mmm, bollalaga - hálfkúlulaga. Reifablöđin oftast 3 -6 x 1,5 - 3,5 mm í ca 3 röđum, ţau ytri ógreinilega spađalaga eđa aflöng og mjókka snögglega í stuttan odd, ţau innri mjórri, fremur snubbótt. Tungukrónur 10-40, 1,6- 3,2 sm x 1,8-4 mm djúp purpurablá til bleik, sjaldan hvít. Hvirfilkrónur 4,5 - 8 mm, gular. Svifkrans 4,5-8 mm međ mislöng hár. Aldin 2,5 - 3,5 mm. Blómgast í sept. - okt. sem er í seinna lagi hérlendis.
     
Heimkynni   Evrópa, V Asía (Kákasus)
     
Jarđvegur   léttur, frjór, rakaheldinn
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5, H1
     
Heimildir   1,2
     
Fjölgun   sáning ađ vori, skipting
     
Notkun/nytjar   steinhćđir, fjölćr beđ
     
Reynsla   Í uppeldi frá nokkrum stöđum í garđinum og ćttu ađ geta plumađ sig sé haustiđ langt og gott.
     
Yrki og undirteg.   30 yrki eđa fleiri í rćktun t.d. ´Pilis´. 'Rudolf van Goethe'. 'Sonia'. 'Brilliant'. 'Blue King'. 'Veilchenkönigin' (Foerster 1956 ) dökkfjólublá, síđblómstrandi, 55 sm og mörg fleiri.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is