Halldór Kiljan Laxness - Heimsljós

"Fegursta blómið, það lifir í huldum stað, fæstir fá nokkurntíma að sjá það, mörgum sést yfir það, nokkrir kunna ekki skil á gildi þess, þeir sem uppgötva það munu ekki sjá annað blóm síðan. Allan daginn hugsar maður um það. Þegar maður sefur dreymir mann það. Maður deyr með nafn þess á vörum."

Polemonium acutiflorum
Ættkvísl   Polemonium
     
Nafn   acutiflorum
     
Höfundur   Willd. ex Roem. & Schult.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Lappastigi
     
Ætt   Jakobsstigaætt (Polemoniaceae).
     
Samheiti   P. caeruleum ssp. acutiflorum
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Blápurpura.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   25-30 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Lappastigi
Vaxtarlag   Fjölær jurt, 25-30 sm há. Stónglar ógreindir, neðri hlutinn hárlaus, efri hlutinn með löng hár, einnig kirtilhár. Laufin stakstæð, neðstu laufin eru með legg, efstu laufin með stuttan legg, leggur með kant, með rennu, kantar hærðir eða stundum næstum hárlausir. Blaðkan fjöðruð, neðstu laufin oftast með 8 pör smálaufa í mesta lagi.
     
Lýsing   Blómin breið-bjöllulaga, blápurpura (stöku sinnum hvít), 15-20 mm breið, samvaxin, djúp 5-flipótt. Flipar oddbaugóttir, mjókka í oddinn, með kögraða jaðra, ginið hært. Bikar 5-flipóttur. Fræflar 5. Frævurnar samsettar úr 3 einföldum frævum. Blómskipunin er blómfár klasi. Aldin hnöttótt, gul, hvert hýði er úr 3 hlutum.
     
Heimkynni   Skandinavía, N Ameríka.
     
Jarðvegur   Frjór, djúpur, rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka  
     
Heimildir   = www.luontoportti.com/suomi/en/kukkakasvit/tall-jacobs-latter, HS
     
Fjölgun   Skipting að vori, sáning að hausti.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í fjölæringbeð á skýldum stöðum, sem undirgróður.
     
Reynsla   Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, þrífst vel. Vex í raklendi og með ám og lækjum N til Troms á Finnmörku og víðar í Skandinavíu (HS).
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lappastigi
Lappastigi
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is