Sigfús Daðason - Vængjasláttur
Akureyri
mjög skreytt
reynitrjám.

Sá sem gengi um bæinn
á septemberkvöldi:
dimmur skuggi innfjarðarins
fylgdi honum á aðra hönd hvar sem hann færi,
lifandi, kvikur!
Sálarspegill!

Heilagur lundur
rís í hæðir.
Og gangi maður í lundinn
er hann þar einn með sjálfum sér.

Það gustar um limið
og fuglarnir í björtum trjákrónunum
fælast skóhljóð einmanans
og hviðra með vængjaslætti
yfir höfði hans og úti í myrkrinu.

Og upp fyrir honum rennur þá: hvílík
sú dýrð sem einmananum hlotnast.



Kniphofia uvaria
Ættkvísl   Kniphofia
     
Nafn   uvaria
     
Höfundur   (L.) Oken.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Flugeldalilja
     
Ætt   Liljuætt (Liliaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól og skjól.
     
Blómlitur   Skærrauður og grængulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   70-100 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Flugeldalilja
Vaxtarlag   Meðalstór, fjölær jurt.
     
Lýsing   Blómskipunin aflöng til egglaga, þétt. Blómin skærrauð til grængul, 30-40 sm.
     
Heimkynni   S Afríka .
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, rakaheldinn, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   5
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Sáning, skipting (yrkjum ætti að fjölga eingöngu með skiptingu).
     
Notkun/nytjar   Sunnan undir vegg í góðu skjóli.
     
Reynsla   Hefur vaxið í garðinum í nokkur ár og blómgast árlega, mismikið þó - var skráð um tíma undir Kniphofia foliosa - ath. þarf betur greiningu!!
     
Yrki og undirteg.   Kniphofia uvaria 'Grandiflora'er að öllum líkindum sú planta sem lifað hefur hvað lengst í Lystigarðinum. Nokkrar aðrar tegundir ættkvíslarinnar eru í uppeldi sem stendur.
     
Útbreiðsla  
     
Flugeldalilja
Flugeldalilja
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is