Páll Ólafsson, Ljóđiđ Vetrarkveđja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Sorbus scopulina
Ćttkvísl   Sorbus
     
Nafn   scopulina
     
Höfundur   Greene
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Klettareynir
     
Ćtt   Rósaćtt (Rosaceae).
     
Samheiti   S. sambucifolia. non Roem.
     
Lífsform   Lauffellandi runni.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Hvítur.
     
Blómgunartími   Júní.
     
Hćđ   Allt ađ 2-4 m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Klettareynir
Vaxtarlag   Lauffellandi runni, allt ađ 4 m hár, uppréttur, stinnur. Árssportar rauđbrúnir. Brumin keilulaga til egglaga, gljáandi, rauđbrún og grćnleit, dálítiđ límkennd, allt ađ 14 mm, međ hvít hár í oddinn og á jöđrum brumhlífa.
     
Lýsing   Laufin allt ađ 20 sm međ 5-6 pör smáblađa. Smáblöđin ađ 6 sm, lensulaga til aflöng-lensulaga, odddregin, tennt nćstum ţví ađ grunni, gljáandi grćn á efra borđi og ekki nöbbótt á ţví neđra. Blómskipunin stór, dúnhćrđ, međ flat-toppa hálfsveip međ ađ minnsta kosti 70 blóm, bikar öfugkeilulaga, hvít-dúmhćrđur međ 5 ţríhyrnda flipa, krónublöđ 5, hvít, oddbaugótt, 5-6 mm löng. Frćflar 15-20, stílar 2 mm langir. Aldin gljáandi appelsínugulrauđ, allt ađ 8 x 10 mm, hnöttótt. Bikarblöđ kjötkennd ađ hluta. Frćvur 3-4(-5), hálfundirsćtnar, toppar mynda keilulaga útvöxt í bikarnum, međ hvítt hár, stílar allt ađ 2,75 mm, međ millibili. Frć gulleit, verđa ljósbrún, allt ađ 4,0 x 2,0 mm. Breytileg tvílitna tegund. (2n=34). (McAll.)
     
Heimkynni   N Ameríka - Labrador til Alaska, suđur til Maine, Pennsylvania, Michigan, Colorado og Utah.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, vel framrćstur, helst rakur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   Z 5
     
Heimildir   = 1, 15, www.pfaf.org/user/Plant.aspx?LatinName=Sorbus+scopulina, biology.burke.washington.edu/herbarium/imagecollection.php?Genus=Sorbus&Species=scopulina
     
Fjölgun   Sáning, sumargrćđlingar.
     
Notkun/nytjar   Í trjá- og runnabeđ. Ţolir nćđinga en ekki seltu frá hafi.
     
Reynsla   LA 84596 í N3-AR05, gróđursett 1988, kom sem nr. 35 frá Washington U Park Arb 1984. Kól ađeins fyrstu árin en lítiđ sem ekkert hin síđari. Flottur runni sem hefur vaxiđ tiltölulega hćgt, blómgast mikiđ og ber mikiđ af berjum á hverju ári og auk ţess međ frambćrilega haustliti.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Klettareynir
Klettareynir
Klettareynir
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is