Málsháttur
Engin er rós án þyrna.
Geum urbanum
Ættkvísl   Geum
     
Nafn   urbanum
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Sóldalafífill
     
Ætt   Rósaætt (Rosaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sól, hálfskuggi.
     
Blómlitur   Gulur.
     
Blómgunartími   Júlí-ágúst.
     
Hæð   50-60 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Fjölær jurt, allt að 60 sm, jarðstönglar stuttir, sverir.
     
Lýsing   Stönglar uppréttir, greinóttir, dúnhærðir. Stöngullauf stór, 3-5-flipótt, grunnlauf allt að 35 sm, 3-11-laufa, axlablöð allt að 3 sm, hliðasmálauf misstór, endalauf allt að 10 sm, bogadregið, djúpsepótt. Blóm allt að 1,5 sm í þvermál, með langan legg, upprétt, í 1-5 blóma skúf. Bikarflipar allt að 6 mm, krónublöð allt að 7 mm, fölgul, öfugegglaga eða aflöng, útstæð. Fræhnetur allt að 6 mm, 70, myndar hnöttóttan koll, dúnhærðar.
     
Heimkynni   Evrópa nema allra nyrst.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   6
     
Heimildir   = 1
     
Fjölgun   Skipting, sáning (þroskar þó illa fræ hérlendis) skipta þarf plöntunni reglulega.
     
Notkun/nytjar   Í steinhæðir, í kanta, í beð.
     
Reynsla   Harðgerð tegund.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is