Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Erigeron peregrinus
Ćttkvísl   Erigeron
     
Nafn   peregrinus
     
Höfundur   (Pursh) Greene
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Fagurkobbi
     
Ćtt   Körfublómaćtt (Asteraceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Ljósfjólublár (hvítur) / gulur hvirfill.
     
Blómgunartími   Síđsumars.
     
Hćđ   50-70 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Langlífur fjölćringur međ jarđstöngla, líkist Aster. Blómstönglar uppréttir allt ađ 70 sm háir, hćrđir, oftast laufóttir.
     
Lýsing   Lauf band-öfuglensulaga, međ legg, hárlaus eđa randhćrđ (sjaldan hćrđ á efra borđi), heilrend, laufin minnka smám saman frá grunni og upp eftir stilknum. Körfur stakar eđa í klösum, hvirfill 1-2,5 sm í ţvermál, tungur 30-80, 2-3 mm breiđar, ljósfjólubláar-fjólubláar, sjaldan nćstum hvítar. Svifkrans međ 20-30 ţornhár, stöku sinnum međ nokkur styttri, ytri hár. Aldin lođin, ekki sammiđja, 4-7-tauga.
     
Heimkynni   V N-Ameríka - V Kanada.
     
Jarđvegur   Léttur, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H2
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   Sáđ ađ vori, rétt hylja frć, spírar á 2 vikum til 2 mánuđum viđ 10-16°C, skipting ađ vori.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í beđ, í breiđur.
     
Reynsla   Í K1 frá 1985 og hefur reynst međ ágćtum. Breytilegur í náttúrunni hvađ varđar lauf, hćringu og fjölda blóma (European Garden Flora).
     
Yrki og undirteg.   Erigeron pereginus ssp. callianthemus (Greene) Cronq. Líkur ađaltegundinni en á reifablöđunum eru kirtilhárin međ legg og efstu stöngullaufin mjög smá.(S Wyoming & N Kólóradó) Flora of Alaska and Neigbouribg Territories 1974, Eric Hultén. Hefur ţroskađ frć flest ár frá 1993-2013.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is