Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Aster macrophyllus
Ćttkvísl   Aster
     
Nafn   macrophyllus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Morgunstjarna
     
Ćtt   Asteraceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölćr
     
Kjörlendi   sól, léttur skuggi
     
Blómlitur   hvít-fölfjólublár/gulur hvirfill
     
Blómgunartími   síđsumars-hausts
     
Hćđ   -1,2m
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Vaxtarlag   Plöntur međ jarđstöngla. Blómstönglar allt ađ 1,2 m ögn bugđóttir, sum hárin kirtilhár (stundum erfitt ađ sjá ţađ).
     
Lýsing   Grunnlaufin stilkuđ, stilkur álíka langur og blađkan. Blađkan allt ađ 18 x 12 sm, nćstum kringlótt til ţríhyrndegglaga, sum hjartalaga viđ grunninn, öll hvassydd. Stöngullauf minnka smám saman eđa snögglega, blađstilkur styttist eđa er enginn, tennt, milli laufin međ vćngi á leggjunum. Körfur 3-4 sm í ţvermál, margar í flötum hálfsveip, nćstum engin geld stođblöđ. Reifar 7-11 mm háar breiđbollalaga, reifablöđ í allmörgum röđum, ađlćg, breiđegglaga til mjólensulaga, hćrđ, međ grćnan enda sem lýsist smá saman ađ grunni. Tungublóm 15 ?20, 1,2 ? 1,6 sm x 11,5 ? 2,5 mm, fölfjólublá, stundum hvít í fyrstu. Hvirfilkrónur gular, u.ţ.b. 7 mm međ flipa sem eru meira en helmingi lengri en nöglin. Svifkrans u.ţ.b. 8 mm. Blómgast sumar ? haust. Mjög líkur A. schreberi Nees sem er međ fá eđa engin kirtilhár. Vex í miđlungi ţurrum jarđvegi á skuggsćlum stöđum.
     
Heimkynni   A & M N- Ameríka
     
Jarđvegur   léttur, framrćstur, miđlungsţurr
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H1
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   sáning, skipting
     
Notkun/nytjar   fjölćr beđ, trjábeđ
     
Reynsla   Lítt reynd. Er í uppeldi 2005
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is