Páll Ólafsson, Ljóðið Vetrarkveðja
Margt er gott að muna þér
þó mér þú fyndist langur.
Farðu vel, þú færðir mér
fögnuð bæði og angur.

Þó að nísti frostið fast
og fölni grænir hagar
eftir þetta kuldakast
koma betri dagar.
Aster divaricatus
Ættkvísl   Aster
     
Nafn   divaricatus
     
Höfundur   L.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   *Rjóðurstjarna
     
Ætt   Asteraceae
     
Samheiti  
     
Lífsform   fjölær, klifurpl.
     
Kjörlendi   sól
     
Blómlitur  
     
Blómgunartími   síðsumars
     
Hæð   0,6-0,75m
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Blómstönglar allt að 75 sm, ögn bugðóttir, purpuralitir. Skríður með jarðstönglum.
     
Lýsing   Grunnlauf stundum með vængjaða blaðstilka. Blaðkan 10 ?13 x 5 ?6 sm hjartalaga eða þríhyrnd oft odddregin í endann, tennt. Körfur 1,8 ? 2,5 sm á þvermál, nokkuð margar í flötum eða kúptum hálfsveip, næstum engin geld blöð. Reifar 5 ?7 mm háar, bollalaga. Reifablöðin mjög misjöfn, í allmörgum röðum, aðlægi breið ? oddbaugótt til lensulaga, a.m.k. er þau ytri snubbótt, endinn með lítinn grænan eða purpuralitan odd sem lýsist smám saman að grunni. Tungublóm ekki fleiri en 10, 7 ?10 x 1,5-2,5 mm, aftursveigð, hvít eða bleik, hvirfilblóm gul, 4,5 ? 5,5 mm. Svifkrans 4 ?5 mm. Blómgast síðsumars.
     
Heimkynni   A - Bandaríkin
     
Jarðvegur   framræstur, meðalþurr
     
Sjúkdómar  
     
Harka   H1
     
Heimildir   2
     
Fjölgun   sáning, skipting (græðlingar)
     
Notkun/nytjar   fjölær beð, steinhæðir
     
Reynsla   Hefur reynst vel í garðinum og vaxið þar lengi (í L3 frá 1992). Vex í opnum skógum og kjarri, í fremur þurrum jarðvegi í heimkynnum sínum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is