Jón Thoroddsen - Barmahlíđ

Hlíðin mín fríða
hjalla meður græna
og blágresið blíða
og berjalautu væna,
á þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir bezta!

Sá ég sól roða
síð um þína hjalla
og birtu boða
brúnum snemma fjalla.
Skuggi skauzt úr lautu,
skreið und gráa steina,
leitandi leyna.

Blómmóðir bezta,
beztu jarðargæða
gaf þér fjöld flesta
faðir mildur hæða.
Hver mun svo, er sér þig,
sálar þjáður dofa,
að gleymi guð lofa?

Hlíð, þér um haga
hlýr æ blási andi,
döggvi vordaga
dögg þig sífrjóvgandi!
Um þig aldrei næði,
af þér svo að kali,
vetur vindsvali!


Soldanella austriaca
Ćttkvísl   Soldanella
     
Nafn   austriaca
     
Höfundur   Vierh.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Ljósakögurklukka
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól (hálfskuggi).
     
Blómlitur   Blálilla međ fjólubláar rákir á innra borđi.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   Um 10 sm
     
Vaxtarhrađi   Hćgvaxta.
     
 
Vaxtarlag   Laufin hálfhjartalaga, allt ađ 1 sm í ţvermál. Blómstilkar allt ađ 9 sm háir, blómin stök, blálilla međ fjólubláar rákir á innra borđi, kögruđ allt ađ 1/4 af lengd krónunnar.
     
Lýsing   Lík agnakögri (Soldanella minima) en kirtilhárin međ endahnúđa sem eru lengri og breiđari en leggur ţar sem kirtlar eru nćstum ásćtnir. Lauf oft međ grunna skerđingu. Loftaugu á bćđi efra og neđra borđi laufanna.
     
Heimkynni   Alpafjöll í Austurríki.
     
Jarđvegur   Frjór, vel framrćstur, nóg vatn yfir veturinn, á svölum stađ, ögn basískur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   1,2, encyclopaedia.alpinegardensociety.net/plants/Soldanella/austriaca
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í ker, í kanta.
     
Reynsla   Í J5 frá 1991 og hefur ţrifist ţar međ ágćtum.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er međ hvít blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is