Ólafur Jóhann Sigurđsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Soldanella minima
Ćttkvísl   Soldanella
     
Nafn   minima
     
Höfundur   Hoppe in Sturm.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Dvergkögurklukka
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti   Sól, hálfskuggi.
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi  
     
Blómlitur   Fölfjólublár til hvítur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hćđ   7-10 sm
     
Vaxtarhrađi   Hćgvaxta.
     
 
Dvergkögurklukka
Vaxtarlag   Lágvaxinn fjölćringur, leggir laufa og blómstönglar ţaktir ţéttu kirtilhári.
     
Lýsing   Lauf allt ađ 1 sm breiđ, nćstum kringlótt, venjulega engin grunnskerđing. Loftaugu ađeins á neđra borđi. Blómstönglar 2-10 sm, venjulega einblóma. Króna 8-15 mm, bjöllulaga, klofin minna en til hálfs, fjólublá til hvít.
     
Heimkynni   A Alpar & M Appennínafjöll.
     
Jarđvegur   Rakur, vel framrćstur, kalkríkur.
     
Sjúkdómar   Engir.
     
Harka   6
     
Heimildir   1, 2, encyclopedia.alpinagardensociety.net/plants/Soldanella/minima, www.edrom-nurseries.co.uk/shop/pc/Soldanella-minima-p9612.htm
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, í ker, í kanta.
     
Reynsla   Í N10 frá 2003 - ţrífst vel.
     
Yrki og undirteg.   'Alba' er međ hvít blóm.
     
Útbreiđsla  
     
Dvergkögurklukka
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is