Jónas Hallgrímsson - Úr ljóđinu Dalvísa
Fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
flóatetur! fífusund!
fífilbrekka! smáragrund!
yður hjá ég alla stund
uni best í sæld og þrautum;
fífilbrekka! gróin grund!
grösug hlíð með berjalautum!
Primula scotica
Ćttkvísl   Primula
     
Nafn   scotica
     
Höfundur   Hook.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skotalykill
     
Ćtt   Maríulykilsćtt (Primulaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölćr jurt.
     
Kjörlendi   Sól.
     
Blómlitur   Dökkpurpura.
     
Blómgunartími   Maí-júlí.
     
Hćđ   4-8 sm
     
Vaxtarhrađi  
     
 
Skotalykill
Vaxtarlag   Lágvaxin fínleg tegund. Öll plantan er mélug međ jafnlanga blómleggi.
     
Lýsing   Lauf 1-5 x 0,4-1.5 sm, oddbaugótt, aflöng eđa spađalaga, heilrend eđa gistennt, bogtennt, oftast mikiđ mélug á neđra borđi. Blómskipunarleggir oftast 1-2, 0,5-6 sm. Blómskipunin 1-6 blóma. Stođblöđ 2-5 mm, lensulaga, grunnur nćstum sekklaga, snubbótt. Krónublöđ 5-8 mm, dökkpurpuralit međ gult gin, sjaldan hvít, flipar öfug-hjartalaga, djúpsýld.
     
Heimkynni   N Skotland.
     
Jarđvegur   Léttur, frjór, framrćstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   4
     
Heimildir   = 1, scottishwildlifetrust.org.uk/visit/wildlife/S/schottiish-primerose/, https://en.wikipedia.org/wiki/Primula_scotica
     
Fjölgun   Skipting, sáning.
     
Notkun/nytjar   Í steinhćđir, framan til í fjölćringabeđ.
     
Reynsla   Fín steinhćđaplanta. Reynsla af rćktun hennar er fremur stutt, oft skammlíf. Gróđursett fyrst 2002.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiđsla   Einlend (endemísk) í Skotlandi, ađeins fundin í Caithness, Sutherland og Orkneyjum. Náskyld maríulykli (P. stricta) og dofralykli (P. scandinavíca).
     
Skotalykill
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is