Ólafur Jóhann Sigurðsson - Á vordegi
Grundin eignast gullinn fífil,
geislafingur hlýir strjúka
lambakóng með lítinn hnýfil,
lambagrasið rauða og mjúka.

Vappar tjaldur, vellir spói,
verpir í broki mýrispýta.
Bráðum kveikir fenjaflói
fífublysið mjallahvíta.

Bráðum mun í morgunstillu
meðan þokan kveður dranga
ljósberi hjá lágri syllu
lyfta kolli til að anga.

Blíða daga, bjartar nætur
bugðast á með tærum hyljum
eftir laut sem litlir fætur
lásu forðum berum iljum.


Paeonia cambessedesii
Ættkvísl   Paeonia
     
Nafn   cambessedesii
     
Höfundur   (Willk.) Willk.
     
Ssp./var  
     
Höfundur undirteg.  
     
Yrki form  
     
Höf.  
     
Íslenskt nafn   Skálabóndarós
     
Ætt   Bóndarósarætt (Paeoniaceae).
     
Samheiti  
     
Lífsform   Fjölær jurt.
     
Kjörlendi   Sólríkur vaxtarstaður og skjólgóður.
     
Blómlitur   Djúp bleikur.
     
Blómgunartími   Snemmsumars.
     
Hæð   Allt að 45 sm
     
Vaxtarhraði  
     
 
Vaxtarlag   Upprétt jurt, stilkar hárlausir, með rauðleita slikju.
     
Lýsing   Fjölæringur allt að 45 sm hár. Laufin með reglulegu millibili upp eftir stilknum, tvíþrífingruð, allt að 25 sm, dökkgræn, hárlaus að ofan með djúplægum æðastrengjum purpuralit eða fölgræn með purpura flikrum, hárlaus með upphleypta strengi á neðra borði, smálauf lensulaga til oddbaugótt, ydd, allt að 10 × 5 sm, heilrend, blaðleggir allt að 10,5 sm, með rauða slikju. Blóm stök, allt að 10 sm í þvermál. Krónublöð breið-egglaga, djúpbleik, Fræflar allt að 2 sm, frjóþræðir rauðir, frjóhnappar gulir. Frævur 5-8, hárlausar, purpuralitar. Fræhýði allt að 6 sm.&
     
Heimkynni   Baleareyjar í Miðjarðarhafi.
     
Jarðvegur   Léttur, frjór, framræstur.
     
Sjúkdómar  
     
Harka   9
     
Heimildir   = 1,2
     
Fjölgun   Sáning, skipting.
     
Notkun/nytjar   Þyrpingar, beð, breiður. Talin góð í steinhæð.
     
Reynsla   Sennilega fremur viðkvæm, lítt reynd enn sem komið er. Hefur verið sáð í Lystigarðinum.
     
Yrki og undirteg.  
     
Útbreiðsla  
     
Lystigarður Akureyrar - Eyrarlandsstofa - Sími: 462 7487 - Netfang: gkb@akureyri.is